Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 16

Æskan - 01.01.1942, Blaðsíða 16
ÆSKAN Hamarsheimt. Persónur: Þór, Loki, Freyja, Heimdallur, Þrymur, Hrímgerður, Björt, Blíð, nokkrir jötnar. I. ÞÁTTUR Leiksviðið er úti á víðavangi. ÞÓR (hefur legið sofandi. Rís upp, teygir sig og geispar og skim- ar svo í kringum sig): Hvað er þetla, hvað skyldi hafa orðið af hamrinum mínum? Ég lagði hann hérna hjá mér áður en ég sofnaði, og nú er hann farinn. (Ygglir sig og skekur allan í vonzlcu.) Hefur ein- hver leyft sér að taka Mjölni, ham- arinn minn! LOKI (kemur aðvífandi): Hvað gengur nú að þér, Þór? Þú skekur þig allan og ygglir, eins og þú ætlir að fara að berja á jötnum. Hvað er um að vera? ÞÓR: Nú er illt í efni, Loki. Ég hef tapað hamrinum. Ég lagði liann hérna hjá mér áðan, og nú finn ég liann ekki, hvernig sem ég leita. LOKI: Nú, það hlýtur einhver að hafa stolið honum. Það var nú verri sagan. Nú leka blessuð goðin auðvitað alveg niður af hræðslu við jötnana. ÞÓR: Já, það hlýtur einhver að hafa tekið hann. En hver getur það verið? LOKI: Kannske hefur einhver jötunninn verið hér á flækingi og náð í hann. Þeir eru svo sem vísir til alís. ÞÓR: Þá væri voði á ferðum fyrir alla Æsi, ef jötnarnir hafa náð í hamarinn, þvi að hann er eina vopnið, sem dugir á þá. — Heyrðu, Loki. Þú ert brögðóttur og slunginn og alltaf á snuðri um all- ar jarðir. Getur þú nú ekki reynt að komast eftir því fyrir mig, hvað orðið er af hamrinum? LOKI: Ef Freyja vildi lána mér fjaðurhaminn sinn, þá gæti ég svo - sem skroppíð snöggvast (il Jötun- heima til þess að leita að honum, því að allt vil ég gera fyrir þig, Þór minn. ÞÓR: Auðvitað lánar hún þér fjaðurhaminn. Iíomdu, við skul- um strax fara heim í Fólkvang og tala við hana. — Nei, bíddu við, þarna kemur hún þá, Vanadísin sjálf með þernur sínar. (Fregja kemur, og Björt og Blíð með henni.) Heyrðu, Freyja, viltu lána Loka fjaðurhaminn þinn? Jötn- arnir hafa víst stolið hamrinum mínum, og nú ætlar Loki að sltreppa fyrir mig til Jötunheima til þess að leita að honum. FREYJA (hrædd): Hafa jötn- arnir náð í Mjölni? Voðalegt er að heyra þetta! Og nú koma þeir auð- vitað æðandi og brjóta niður allan Ásgarð með honum! Hvað eigum við nú að gera, Þór? ÞÓR: Vertu ekki hrædd, Freyja, ekki þurfum við að óttast það. Dvergurinn Sindri, sem smíðaði hamarinn, gaf lionum þá náttúru, að enginn jötunn getur notað hann. En hitt er víst, að ef allur jötnaherinn kemur vaðandi, ])á staðinn fyrir sjónvarpsviðtæki. Ég komst að raun um það, að tónninn var breytilegur eftir því, hvaða hlutur var settur framan við ljósnemann. Hljóðið 1‘rá hendi t. d. var livellt og lireint, en mannsrödd var mýkri og allt annars eðlis. Er það skemmst frá að segja, að eftir nokkra æfingu gat ég greint á milli ýmissa hluta eftir einkennum hljóðsins, sem „myndir“ þeirra gáfu frá sér. Það var því eðlilegt að mér dytti næst í liug að það ætti að vera kleift að taka mynd á grammófónplölu. Ég reyndi þetta, setti liljóð myndanna á grammó- fónplötu og komst meira að segja að raun um, að með því að leika síðan plötuna, gat ég aftur hreytt hljóðinu í mynd! Mér hafði tekizt að búa til fyrstu grammófónplötuna, sem gerð hefur verið með mynd af lifandi veru. Við þessar fyrstu tilraunir mínar með sjónvarpið virtist mér nauðsynlegt að nota afarsterkt ljós til þess að geta sent út nægilega skýrar myndir. Þetta olli margvíslegum erfiðleikum, og þess vegna datt mér í hug, að sleppa mætti við að beila ljósöld- unum en nota í stað þeirra samskonar öldur ósýni- 14 legar, sem við vitum að til eru i litbandinu, þvi að Ijósneminn sér þessar öldur eða geisla, þótt þeir séu ósýnilegir mannsauganu. Ég komst lika að raun um, að með því að nota löngu, útrauðu Ijósöldurn- ar, var unnt að senda út mynd af lilut, þótt hann væri í algerðu myrkri. Með öðrum orðum, ég hafði fundið aðferð lil þess að sjá í gegnum heilan vegg inn í koldimmt herbergi! Við erum nú komin svo langt, að tekizt hefur að xxtvarpa um víða veröld fyrir tvö af skilningarvit- um okkar, sjón og lieyrn. En nú eru skilningar- vitin einu tækin, sem við höfum til þess að verða þess vís, hvað gerist umhverfis okkur. En hugs- um okkur, að þegar fram líða stundir finnum við ráð til þess að útvarpa fyrir hin þrjú skilningar- vitin, ilman, smekk og tilfinningu. Þá hefur okkur að fullu og öllu tekizl að útvar])a okkur sjálfum út um víða veröld, og hreyfum okkur þó ekki úr stólnum! Hvar taka annars enda þau undur, sem okkur 20. aldar mönnum er veitt að sjá, ef vísindin halda xxfram uppgötvana afrekum sínum framvegis eins og að undanförnu?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.