Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 24

Æskan - 01.07.1969, Blaðsíða 24
Inni í kofanum var fremur skuggalegt, því að enginn var glugginn. Þarna sá Tarzan ýmsa hluti, sem honum þóttu forvitnilegir, spjót, strámottur, pottar og fleira dót vakti athygli hans. Hann tók hlutina og handlék þá og þefaði að þeim. Síðan kastaði hann öllu dótinu í hrúgu á mitt gólfið, efst setti hann pott og ofan á hann eina af hauskúpum þeim, er lágu í röð úti við einn vegginn. Að síðustu setti hann svo fjaðraskrautið, sem hann hafði tek- ið af Kolunga, á hauskúpuna og lagði eitt spjótið upp að hrúgunni. Tarzan brosti, þegar honum datt í hug, að þetta mundi skjóta þeim svörtu skelk í bringu. — Svo beið hann ekki boðanna, en hraðaði sér upp í tréð, þar sem hann hafði áður verið. Þó gaf hann sér tíma til að taka slatta af örvum með sér og eiturpottinum gaf hann svo vænt spark að hann valt um koll. Allur hópurinn kom eftir götunni og báru fjórir her- menn Kolunga. Þeir stönzuðu einmitt fyrir framan kof- ann, sem Tarzan hafði verið í. Varla höfðu hinir fyrstu gengið inn í rökkur kofans, er þeir hrukku öfugir út aft- ur. Þeir töluðu og pötuðu með höndunum svo að auðséð var að þeir voru mjög skelkaðir og það varð nokkur bið á því, að nokkur réðist til inngöngu aftur. Loks herti Monga kóngur, faðir Kolunga, upp hugann og gekk inn. Er hann kom út aftur, skipaði hann mönnum sínum að leita vand- lega um allt þorpið, en vitanlega varð sú leit árangurs- laus, að öðru leyti en því, að einhver tók eftir því, að pottur eiturbrasarans var kominn á hvolf, svo að allt eitrið var runnið niður. Flestar örvarnar voru líka horfn- ar. Svertingjarnir voru skelfingu lostnir. Ekki var nóg með það, að konungssonur þeirra hafði verið drepinn rétt við skíðgarðinn, heldur var það auðséð, að einhver ó- sýnilegur illur andi var á ferli mitt á meðal þeirra um hábjartan daginn. — Tarzan horfði á þetta uppnám villi- mannanna um stund og glotti, en svo fann hann til sult- ar, svo að hann hvarf skjótlega inn í skóginn í áttina þangað, sem hann hafði grafið leifarnar af geltinum. Þar átti hann líka geymdan bogann, sem hann hafði tekið frá Kolunga. Er hann kom aftur til apaflokksins, sagði hann félögum sínum frá öllum þessum æfintýrum, sem hann hafði nú ratað í. — Aparnir göptu af undrun og það var ekki laust við að Kerchak, hinn aldni apakóngur, væri afbrýðissamur yfir öllum þessum afreksverkum Tarz- ans. Flokkurinn var nú á þeim slóðum að ekki var mjög langt til kofans við ströndina og eyddi Tarzan þar oft mörgum stundum. Einnig æfði hann sig í því að skjóta af boga sínum og náði brátt mikilli leikni í þeirri íþrótt. Þá var það eitt sinn, er hann var að grúska í kofanum að hann fann lítinn járnkassa og tókst lionum að opna hann eftir nokkuð þóf. — í kassanum var lítil bók, gull- nisti með hálsfesti og mynd af ungum manni. Einnig voru þar nokkur skrifuð bréf og blöð. Hann horfði lengi á myndina. Ef til vill fannst honum, að liann kannað- ist við eitthvað í svipnum á manninum, enda var þetta mynd af föður hans, John Clayton, lávarði af Greystoke. — Hann reyndi að lesa í bókinni en komst þá að því, að þótt hann kannaðist að vísu við alla stafina, þá var þeim raðað þannig saman, að hann skildi ekki eitt orð af lesmáli bókarinnar. Þetta var dagbók Claytons og eins og fyrr er getið, skrifaði hann hana á frönsku. Tarzan setti alla þessa hluti aftur niður í kassann, nema nistið, sem hann hengdi um háls sér. — Því næst læsti hann kof- anum og hélt til skógar. Hann var að verða búinn með örvar sínar og þurfti því að fara til þorpsins og ná sér í forða af þeim. Hann settist að sama trénu við skíðgarðinn, en nú varð hann að bíða lengi eftir þvx að geta náð sér í örvar. — Seinni hluta dags sá Tarzan að nokkrir hermenn komu með bundinn fanga inn í þorpið. Hafði sá verið tekinn til fanga úr einhverjum öðrum villimannaflokki og nú varð uppi fótur og fit þarna innan við skíðgarðinn. Fanginn var bundinn fastur við staur og tóku hinir svörtu her- menn brátt að dansa stríðsdans kringum hann og staur- inn. — Konurnar undirbjuggu matarveizlu með því að hengja potta yfir elda. — Bumbusláttur kvað við og nú tóku villimennirnir að pína fangann með spjótsoddum sinum. — Tarzan var hissa og vonsvikinn. Af lestri sínum í bókunum í kofanum, hafði hann gert sér hærri hug' myndir um kynflokk sinn, mennina, en þetta sem hann 320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.