Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 19

Æskan - 01.12.1973, Qupperneq 19
eins og þau voru alltaf vön að gera á aðfangadagskvöld. Perla litla hafði hlakkað til jólanna margar síðustu vikurnar. Hún var bæði glöð og hreykin yfir því, að Níels frændi hafði nú I fyrsta sinni trúað henni fyrir því að gæta vitans. Ó, bara að það hefði ekkl verið svona vont veður, — þessi ægi- iegi stormur og rigning. Perlu fannst, að þannig ættl það einmitt ails ekki að vera á aðfangadagskvöld. Hægviðri, tunglskin, frost og snjóföl á jörðu, svo að brakaði í spori, — þannig var veðrið, sem við átti þetta yndisiega kvöld. Og þannig var alltaf frá því sagt i bókum. Peria litia var ekki vön því að vera hrædd, þegar hún var ein. En nú gat hún ekki varizt því, að hún varð kvíða- full, og nagandi ótti sótti að hennl. Ó, bara að Níels frændi færi nú að koma heim. Þey, þey... hvað var nú þetta? Voru það bara skellir ( storminum, — eða voru það kannski drunur í mótorbátnum? Perla hljóp að glugganum, þrýsti nefinu að rúðunni og reyndi að horfa í áttina til bryggjunnar. En hún sá næstum ekkert út fyrir glerið, — það var eins og að horfa inn f dimman helli. Hún reyndi að einbeita allri athygll sinni og hlusta á milli vindhviðanna, og þá fannst henni, að hún heyrði greinilega mótorskelli. I miklum fiýti klæddi hún sig í gúmmístígvél og regn- kápu og hljóp síðan niður þrepin til þess að taka á móti Níelsi frænda og hjálpa honum til að festa bátinn. Úti var niðamyrkur. Hún sá varla fingurlengd frá sér, þegar hún var að þreifa sig áfram niður stíginn. Það var eingöngu að þakka Ijósbjarmanum frá vitanum, að hún komst að lokum niður að trébryggjunni litlu niðri í flæðar- málinu. Mótorskellirnir voru þagnaðir. Hún heyrði nú aðeins þyt- inn 1 storminum og drunurnar í öldunum, sem skullu ofsa- lega upp að bryggjustólpunum. Hún reyndi að kalla á Niels frænda. En þegar hún opnaði munninn, var sem óveðrið næði valdi á henni. Hún stóð á öndinni, fannst hún vera alveg að kafna og kom ekki upp nokkru hljóði. Allt i einu var sem hjartað stöðvaðist í brjóstl hennar, og hún stirðnaði öll upp af hræðslu. Hvernig var þessu eigin- lega varið með vitaljósið? Hún gat alls ekki séð það lengur. Var það kannski slokknað, af því að hún hafði ekki gætt þess nógu vei? Og hún, sem hafði lofað Níelsi frænda að hugsa svo vel um það. Ef einhverjir færust nú hér við ströndina á sjálfu aðfangadagskvöldinu, og ef Niels frændi rataði ekkl heim í myrkrinu, þá væri það henni að kenna. Sárhrædd og grátandi sneri Perla litla við og reyndi að brjótast heim á leið í þeim tilgangi að tendra vitaljósið að nýju. En hún réð tæpast við sig i ofviðrinu. Það svipti henni til og þeytti regnkápunni fram yfir höfuðið. Regnið dundi niður eins og hellt væri úr fötu, svo að hún varð strax holdvot. Fötin kiesstust vlð iikamann litla, og henni fannst sem einhver isköid hönd hefði gripið um háls hennar og ætlaði að kyrkja hana. Hún hljóp og datt á vixl, vissi ekki sitt rjúkandi ráð, — hljóp og datt, hljóp og datt. Og auðvitað hlaut þessari ferð litiu stúlkunnar að Ijúka þannig, að hún tapaði alvt\ íttun- um f hlnu mikla myrkrl og óveðri og hafði að lokum enga hugmynd um, hvar hún var. Örmagna af þreytu og ótta féll hún á kné, spennti greipar og bað þessa bæn i barns- legri einlægni sinni og trúartrausti: „Elsku, góði Jesús á himnum. Kveiktu vitaljósið aftur. Láttu ekkl neinn deyja úti á hafinu í nótt. Hjálpaðu Níeisi frænda til að rata heim. Nú getur hann líklega aldrei framar kallað mig Perlu." Hve lengi hún lá þannig og grét og bað, vissi hún ekki. En allt í einu var sem óveðrinu létti og myrkrið viki á braut. Á himninum Ijómaði stór og skær stjarna. Hún sendi gulllnn geislavönd niður til jarðarinnar, svo að sjórinn, eyjan og vitinn sveipuðust undursamlegri birtu. Og eftir þessum gylita geislavendi, sem var eins og gullin brú frá himni tll jarðar, kom allt í einu til hennar einhver skinandi vera og lyfti henni upp I fang sitt. „Lfttu bara á,“ sagði veran bjarta og benti i áttina til vitans. Og Peria Iitla leit upp og sá sér til mikillar gleði, að Ijós vltans logaði og varpaði skærri birtu yfir< eyna og langt út á haf til hjálpar og huggunar fyrir þá, sem þar voru. Allur ótti og örvænting hvarf þegar úr huga Perlu litlu. Hún varð innilega glöð, og það var sem af henni létti þungu fargi. Hún vafði handleggjunum utan um hálsinn á verunnl góðu, sem bar hana upp stiginn í áttina til vitans. Þegar hún kom til sjálfrar sín að nýju, lá hún i rúminu sfnu. Fegursta jólatré stóð á miðju gólfi, yndislega skreytt, með Ijósi á hverri grein. Jólaborðið, einnig unaðslega skreytt, hiaðið Ijúffengum mat, var við gluggann, og Nlels frændi sat við rúmið hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.