Æskan

Árgangur

Æskan - 29.05.1902, Blaðsíða 2

Æskan - 29.05.1902, Blaðsíða 2
62 ýmiss konar hreystiverk, og svo lauk, að þeir fengu kongsdótturinnarog hálft konungs- ríkið með henni, meðan konungurinn lifði, tengdafaðirinn, en alt eftir hans dag. Sögur þessar eru sannar að því ieyti, að fyr á tímum gátu óbreyttir alþýðumenn komist til hinna æðstu valda eingöngu fyrir hreysti sína og náttúrugreind, en þurft.u ekki að hafa bóklega kunnáttu svo neinu næmi. En hvað konungdóminn snert- ir eru konungserfðalögin bundin svo föst- um skilyrðum, að hann geta ekki hlotið aðrir en þeir, sem komnir eru í beina línu af konungsætt, og kvænist konungs- sonur stúlku af lægri stigum, eða konungs- dóttir giftist ótignum manni, verða þau um leið að afsala sér öllum rétti til ríkiserfða. Þrátt fyvir þetta eru þó tæp hundrað ár síðan kotungasynir komust í konungshá- sæti í fleirum en einu ríki Norðurálfunnar. Einn þeirra var Joachim Murat. Skömmu fyrir aldamótin 1800 var alt í óreiðu á Frakklandi. Þjóðin hafði gert uppreist mót stjórninni og hafði konungur- inn og drotningin loks verið líflátin. — Yoru þá kjörnir menn til að stýra landinu um ákveðin árabil, og var slíkt fyrirkomu- lag kallað þjóðveldi. Einn af stjórnendum þessum hét Napoleon Bonaparte, ungur hershöfðingi, fluggáfaður, kappsamur og á- ræðinn. Eftir nokkur ár náði hann undir sig allri stjórninni, og skömmu siðar lét hann gefa sér keisaranafn yfir Frakklandi. Vildu aðrar þjóðir ekki viðurkenna keisara- tign hans og hófu ófrið gegn honum hvað eftir annað. Barði hann í fyrstu alla óvini sína af höndum sér og lagði undir sig alla Ítalíu, vesturhluta Þýzkalands, Holland, Belgíu og Spán. Bræðrum sínum gaf hann konungsnafn á Spáni, Hollandi og Belgíu og Vestur-Þýzkalandi. Eugen stjúpsonur hans varð stjórnandi á Norður-Ítalíu, en Joachim Murat, mágur hans, i Neapel á Suður-ltalíu. Murat var gestgjafason og fæddist árið 1771. Var fyrst haft í hyggju að láta hann iæra til prests. Um sama leyti hófst stjórn- arbyltingin á Frakklandi og alt landið komst í ljósan loga. Strauk hann því úr skólan- um og gekk í herþjónustu. En sú dvöl hans í hernum ætlaði að verða skamm- vinn, því hann gerði samsæri gegn yfir- boðurum sínum, og mátti hann telja sig sælan að sleppa óskaddaður með lifi og limum. Eftir það varð hann vinnumaður í veit- ingahúsi föður síns, en þaðan fór hann aftur í herþjónustu og komst í lífvarðar- sveitina. Skömmu síðar komst, hann í kyrrni við Napoleon Bonaparte. Sá hann skjótt, að Murat var framúrskarandi dug- legur, og tók hann fyrir skjaldsvein sinn. Þegar Napoleon var orðinn æðsti maður ríkisins, gerði hann Murat að hershöfðingja og gaf honum ICarólínu systur sina fyrir konu. — Var hún kona forkunnar fögur, en vanstilt í skapi, metorðagjörn og óróa- gjörn. Þá er Napoleon var orðinn keisari yfir Frakklandi, varð Murat einn af yfirhers- höfðingjum hans, og loks konungur í Neapel árið 1808. Þótt Murat kæmist til slíkra metorða, var hann hvorki gáfumaður, svo neitt kvæði að, og hafði ekki heldur öðlast þá mentun, er samsvaraði stöðu hans. En samt sem áður gerði hann Napoleoni oft meira gagn en margir aðrir hershöfðingjar hans. Murat var framúrskarandi riddara-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.