Æskan

Árgangur

Æskan - 29.05.1902, Blaðsíða 5

Æskan - 29.05.1902, Blaðsíða 5
66 að vinna i kolanámunni, var svo mikið sótt eftir kolum, sem þurfti að vera til sölu eftir fáa daga, að vinna varð í námunni á nóttunni. Áttu þeir að ,fá aukaborgun, sem vildu leggja á sig næturvinnuna, og gáfu margir sig því fram. Meðal þeirra var Jimmy. Yildi hann næla nokkrar krónur til þöss að kaupa fyrir hlýtt vetr- arsjal handa henni mömmu sinni. Reynd- ar var það nökkuð örðugt að leggja þetta á sig, en „viljinn dregur hálft hlass“, og vann hann með jafn-miklu kappi, þá er kvöld var komið og hann hafði gert um daginn. Eitt sinn, er hann hélt, að hann og einn jafnaldri hans væru einir saman, mælti hann við hann: „Heyrðu Jaek. Yið háttum reyndar ekki í nótt, en við skulum þó ekki gleyma þvi að lesa kvöld- bænina okkar*. Tveir hinna allra verstu óþokka í allri námunni höfðu gengið fram hjá rétt í þessu, og höfðu heyrt það, sem drengurinn var að tala um. Róðust þeir á Jimmy, þrifu í hann og börðu hann, báru honum á brýn, að hann væri letingi og þættist vera betri en aðrir félagar hans. Siðar um kvöldið ætlaði hann að krjúpa í krók einum og biðja „Faðir vor“, en þá rifu þeir í hárið á honum og kvöldu hann til rnorguns á allan mögulegan hátt. Eftir þetta varð hann að þola margt hjá þeim af því hann væri „heilagur". Flestir fólag- ar hans drógu dár að honum, þótt þeir vseru ekki margir, sem börðu hann. En marga, er höfðu svívirt hann, iðraði þess síðar. Námumenn eru oft í margs konar hættu staddir. Stundum getur kolaveggur hrun- ið, svo þeir geta ekki komist út, og eiga á hættu að verða kviksettir. Stundum ryðst vatnið inn í námuna og drekkir öll- um þeim, sem ekki eiga fótum fjör að launa. Stundum myndast eitraðar loftteg- undir í uámunum, og er öllum þeim bráð- ur bani vís, er anda þeim að sór. Stund- um myndast eldfimar lofttegundir, og kom- ist eldur í þær, veldur það vábresti, er sprengir riámuna. Alt þetta vissu þeir vel í litla bænum yfir námunni; en þar bjuggu foreldrar og aðrir vandamenn námumann- anna. Einn morgun heyrðist afarmikiíl brestur í námunum, og má því nærri geta, hve mörgum hefir orðið hverft við. Yoru karlmennirnir nýkomnir ofan í námuna, en konur voru við morgunverk sín. Rudd- ust allir að göngunum ofan í námuna. En er þangað kom, gaus svo illur reykur upp, að allir urðu að hörfa undan og ó- mögulegt var að hjálpa neinum í svipinn. Skömmu síðar minkaði reykurinn þó dálít- ið og verkstjórinn afróð að fara ofan í námukörfunni ásaint tveim öðrum huguð- um mönnum, til þess að bjarga þeim, er niðri væri, eí mögulegt væii. Meðan þeir voru að fara ofan, heyrðu þeir nýja vá- bresti, og var því ólíklegt, að nokkur mað- ur mundi lifandi eftir í námunni. Þegar niður kom, sást enginn. Gekk verkstjór- inn þá nokkur skref, en þá mætir honum dáíitill hópur af drengjum og fullorðnum mönnum, sem flúðu undan eldi og reyk, sem valt áfram og eyddi öllu að baki þeirra. „Komið með körfuna, komið með körf- una! “ kölluðu þeir jafnskjótt og þeir komu auga á verkstjórann, og sá hann þegar, að ekki var annars kostur, en reyna að draga þá sem allra fyrst upp. En það dugði

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.