Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 12

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 12
JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1910 — Jæja, vinur minn, það er víst satt sem þú segir. Haltu vel loforð þitt. Eg mundi líka hafa orðið gæfusamari, ef ekkert áfengi hefði verið til. — Þú, frænka? Ert þú ekki hamingju- söm, — þú, sem æfmlega ert svo glöð og kát? — Friðrik varð alveg liissa. — Ég hef mína byrði að bera, eins og svo margir aðrir, og skal ég nú skýra þér frá því, þó að ég tali helzt ekki um það við neinn. Skeð getur, að það hjálpi þér til að halda heit þitt. Mig grunaði það ekki þegar ég var ung, að það ætti fyrir mér að liggja að verða einstæðings-piparmey. Ég var trú- lofuð og alt lék mér í lyndi. Unnust- inn minn var vel gefinn maður, fall- egur, góður og glaðlyndur, og lék við hvern sinn íingur af ánægju. Hann var að læra lögfræði, og hann sagði jafnan að hann skyldi ekki linna fyr en hann fengi gott embætti. Pað bar við stöku sinnum, að mér þótti hann glaður um of, einkum i samkvæmum; og smám- saman varð hann sólgnari í vin og sam- kvæmi, einkum drykkju-samkvæmi með félögum sínum. Þeir höfðu engan hemil á tilhneigingum sinum og drukku al- veg hóllaust. En ég ætla ekki að skýra þér frekar frá því. Hann gjörféll í of- drykkju og vanrækti nám sitt. Ég grét og bað hann innilega að slíta sig úr þessum vonda félagsskap. Og hann grét líka mörgum sinnum og hét að bæta ráð sitt. En svo þegar vinir hans komu, til að fá hann með sér í drykkjusvallið, gat hann ekki staðið í móti þeim,------ og svo fór alt af ver og ver. Loks neydd- ist ég til að segja upp trygðum við hann, því að drykkjuslarkið gjöreyddi svo kost- um lians, að ég gat ekki lagt líf mitt og framtíð í hendur hans. Hann tók sér það næri'i að vísu, en ást hans á mér var druknuð í áfenginu, sem nú var orðið honum kærara en alt annað. Svo varð hann veikur, og dó að fám dög- uin liðnum, gjörspiltur af áfengisnautn. Já, þann veg gekk liamingjusól mín til viðar. Ó, að hann hefði aldrei bragð- að áfenga drykki! Hvílíkrar sælu liefð- um við þá ekki notið! Hann sem var svo gáfaður, ástúðlegur og bliður að eðlisfari. — Ég felst á það, að bezt sé að byrja aldrei að neyta þessara sterku drykkja. Að minsta kosti skal ég aldrei framar bera vín á borð fyrir ykkur, blessuð börnin, þegar þið komið til mín. Eg er þér þakklát fyrir það, Friðrik minn, að þú vaktir athygli mina á þessu. Eg vil ekki stuðla að þvi, að nokkurt ykkar verði sólgið í vín. Og ég á víst liægt með að hafa eitthvað annað að bjóða ykkur, þegar þið komið með kæti ykkar og glaðværð hingað í hreysið mitt. Eg á hérna fáein epli, sem ég keypti til jólanna; viltu ekki fá þér eitt þeirra? — Þakka þér fyrir, frænka mín. Svo verð ég að flýta mér heim aftur. — Já, þakka þér fyrir komuna, vinur minn, og fyrir jólaboðið. Segðu honum pabba þínum, að ég ætli að koma til ykkar í kvöld. Vertu sæll!

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.