Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1928, Side 4

Æskan - 01.01.1928, Side 4
‘> ÆSKAN Ná kalla nýjársklukkúr, komið, börnin góð, og færum föður Ijóssins fáein þakkarljóð. Hann gaf oss sól og sumar, söng og fuglahljóm, Ijúfar Ijósar nætar, lóukvak og blóm: Himinstjörnu heiðið, haustsins litagnótt, og norðurljósa-leiftrin, þí'i lengdist vetrarnótt. Og þegar húm og helja huldu foldarból, af gæsku sinni gaf hann hin geislabjörtu jól. Nú er nýtt ár runnið, að nýju, börnin góð. 0, látum líf vort verða til tjóssins þakkaróð. M. ./. o o O ^ . O o o o o o 'afipnaF. Eftir Jakob Jónsson frá Gunnarsstöðum. o o o o o OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO000000 Litlu systkinin á Hóli ljeku sjer að því að hlaða snjókerlingu. „Ó, gaman“, sagði Nonni. „Á eftir hendum við í hana snjókúlum". „Æ, nei“, sagði Árni. „Það skulum við ekki gera, því að það eru bráðum komin jólin. Við skulum heldur gefa henni eina köku og láta kerlinguna standa með hana í munninum". „Ha! ha! ekki borðar snjókerlingin köku“, sagði Nonni og henti kúlu, en hæfði ekki. „Hentu ekki, Nonni minn“, sagði Árni. „Það er sagt, að vóndu strák- arnir hendi snjókúlum í fólkið á göt- um i Reykjavík, og það er voða Ijótt. Heyrðu, Nonni, við getum bara látið sem svo, að kerlingin sje að borða kökuna". „Nei-ji, nú veit jeg! Við skulum láta kerlinguna gefa litlu fuglunum kök- una í jólagjöf“. Þetta þótti Stínu litlu heillaráð og sagðisl ætla að baka kökuna sjálf. „Komið þið nú inn, börnin góð“, kallaði mamma. „Hann pabbi ykkar er kominn úr Reykjavík og er vísl með eitthvað fallegt í töskunni sinni“. Litlu andlitin ljómuðu öll af gleði. „Kominn úr Reykjavík! — Jóla- gjafir!“ „Ó! ó! jeg skal verða fljótastur”. „Nei — jeg“, sagði Stína. „Hann er með silkisokka og stígvjel handa mjer“. Árni var stiltastur. Hann verkaði vandlega af sjer snjóinn, þurkaði hleyt- una af skónum og tók ofan húí'una. Síðan gekk hann inn í stofu til pabba síns. Pabbi kysli litlu börnin sín, strauk

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.