Íslensk endurreisn - 04.09.1933, Side 1

Íslensk endurreisn  - 04.09.1933, Side 1
Reykjavík, mánudaginn september 1933. " Blnkunoarorö: „Veröi gróandi þjóðlif xned þverrandi tár, sexn þroslkast ú guðsrikis braut“. Ctgefendur: Nokkrir Þjóðernissinnar i Reykja- vik. — Afgreiðsla: Ingólfshvoli 2. hæð. — Af- greiðslusími: 283 7. Islensk Endurreisn kemur i'it vikulega. — Árs- fjórðungsgjald kr. 1,50. Verð í lausasölu 15 aurar. — Prentsmiðja: Fjelagsprentsmiðjan. Svikin loforö. Svo sem alþjóð er kunnugt, hefir ríkis- búið verið rekið með stórkostlegum halla í samfleytt sex ár undanfarið. Samanlagður mun halli þessi nema liátt á^annan tug miljóna króna. A þessu sama tímabili hafa þó tekjur rikissjóðs jafnan farið langt fram úr áætlun og sum árin jafnvel tvöfaldað áætlunarupphæð fjárlaganna. ðfeð alveg ótrúlegum liætti liafa þessar miklu fjárfúlgur horí'ið jafnskjótt og þær hafa komið í ríkishirsluna og miklum liluta þeirra hefir verið ausið út án nokk- urrar heimildar í fjárlögum. Öll þessi ár hefir Framsóknarl'lokkur- inn farið með völdin í landinu og ráðu- neyti Tryggva Þórhallssonar lengst af haldið um stjórnarvölinn. ÖHum eru í fersku minni hin stóru loforð Tr. Þórhallssonar frá þeim tíma, er hann var að brjótast til valda. Er það alveg ótæmandi efni, að róta upp í lof- orðasyrpu þessa óvanda stjórnmála- gasprara. Tr. Þórhallsson lofaði að fara ráðvand- lega með fjármuni þjóðarinnar og stefna að skuldlausum ríkisbúskap. Efndirnar urðu gífurleg fjártaka í heimildarleysi og meiri skuldasöfnun en dæmi þektust til. Hefir nokkur grein verið gerð fyrir þessu hjer í blaðinu, en málum þessum munu síðar verða gerð betri skil. Tryggvi Þórhallsson viðhafði mörg orð og fögur um að gæta hins ítrasta hófs um starfsmannahald á ríkisbúinu og jafnframt að samræma Iaunagreiðslur hins opinbera þannig, að fult rjettlæti næðist. Rjett þykir að athuga hvernig Tr. Þ. hefir farist uin efndir á þessu fyrirheiti. Allir munu sammála um að þarna var mikið og þarft verkefni. Fjöldi hinna lægra launuðu starfsmanna ríkisins bjó við hin mestu eymdarkjör. Má þar til dæmis nefna starfsmenn við póst og síma, kennara við hina lægri skóla og starfs- menn i stjórnarráðinu. Allir þessir starfs- menn, sem lapið höfðu dauðann úr blá- skel frá því fyrsta að þeir gengu í þjón- ustu ríkisins, vörpuðu nú öllum áhyggj- um á herðar þessa dygga drottins þjóns. Til þess að la sem skýrast fram hverj- ar aðgerðir mál þessi hafa hlotið hjá Framsóknarstjórninni, verður þetta mikla fyrirheit athugað hjer í tvennu lagi, eftir eðli þess. I. Starfsmannahaldið. Það rak fljótt að því, að þjóðin fengi að vita hver hugur fylgdi máli hjá Fram- sóknarstjórninni um hófsemi í starfs- mannahaldi á ríkisbúinu. Að sönnu reyndi stjórnin að koma nokkurum and- stæðingum sínum úr embættum, en eng- inn skyldi ætla að slíkt hafi verið gert í sparnaðarskvni fyrir ríkissjóðinn, enda kostaði sú herferð tugi þúsunda króna og embættin voru auðvitað veitt aftur og þá troðið inn nýjum starfsmönnum eftir því sem föng voru til. Er hjer átt við bæjarfógeta- og lögreglustjóraembættin í Reykjavík. Var sá málarekstur allur hinn ódrengilegasti, svo sem öllum almenningi er nú Ijóst orðið. En hinn matbráði sníkjulýður, sem safnast hafði um ríkisstjórnina hafði ekki þolinmæði til þess, að bíða eftir því, að stjórnin flæmdi alla pólitíska andstæð- inga sína ur embættum og var því, í bili, horfið frá þeim atvinnurekstri. 1 þess stað var tekið fyrir að stofna til nýrra embætta undir allskonar yfirskyni og koma á íot nýjum ríkisfyrirtækjum. Og nú var byrjað að raða á ríkisjötuna lög- gæslumönnum, tollheimtumönnum og þefurum. Þá var það ekkí síður glæsileg- ur hópur sem komst á laun hjá hinuin ýmsu nýstofnuðu rikisfyirrtækjum, en helstu þeirra voru: Skipaútgerð ríkisins. Landssmiðja íslands. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. Viðtækjaverslun íslands. Tóbakseinkasala ríkisins. Áburðareinkasala ríkisins. Síldareinkasala ríkisins. Sumar þessar stofnanir eins og t. d. Síldareinkasalan er búin að baka ríkis- sjóði miljónatap og er það þó að eins hverfandi hluti þess raunverulega tjóns, sem þessi óskapnaður hefir valdið. Sum- ar hinar stofnanirnar munu bráðlega rekja feril Síldareinkasölunnar þótt þær \ erði að lúta því, að verða eftirbátar þessa lyrirrennara síns. — I allar þessar ríkisstofnanir var mála- liði ríkisstjórnarinnar raðað eins og síld í tunnur og.þess eins gætt að koma fyrir sem flestum höfðunum. Þannig efndi Tryggvi Þórhallsson fyr- irheit sitt um að gæta hins ítrasta hófs um starfsmannahald á ríkisbúinu. II. Samræmi í launagreiðslum. Skal þá staðnæmst við síðari hluta hins fagra fyrirheits Trvggva Þórhallssonar. Hjer að framan hefir, í stuttu máli, verið gerð grein fyrir hinni gífurlegu aukningu á starfsmannahaldi ríkisins undir stjórn Tr. Þ.. Það er hinn fyrri þáttur málsins. Liggúr þá næst fyrir að athuga hverjar launagreiðslur Tr. Þ. hef- ir ákveðið til þessa umrædda málaliðs og hvort þær eru í samræmi við fyrirheitið um að skapa heilbrigði í launagreiðslum liins opinbera. Nú er það svo, að skýrslur lig'gja ekki fyrir um laun þessara nýju starfsmanna, en þó er það fyllilega víst, að fjöldi þeirra býr við ráðherralaun og allir munu þeir hafa hærri laun en menn í sambæri- legum störfum hjá eldri stofnunum rík- isins. Forstjórar ýmsra þessara fyrirtækja eru þess utan alóhæfir menn til þess að skipa embætti sin. Verður það mikþa hneykslismál síðar tekið til athugunar. Gangur málsins hefir verið sá, að fyrst var stofnað til alóþarfra embætta og því- næst voru hinir nýju embættismenn látn- ir skamta sjer launin. Auðvilað gleymdi Tr. Þ. að hreyfa hönd til þess að bæta kjör þeirra starfs- manna sem verst voru launaðir. Rjett- Jætismálin hafa aldrei valdið þeim manni áhyggjum nje slitið kröftum hans. En einu gleymdi Tr. Þ. aldrei og það var hans eigin pyngja. Ráðherralaun sín gat hann ekki hækkað þar eð þau voru lögbundin, en á þeim gat hann ekki lifað. Launaviðbot varð hann að fá i einhverri mynd og þá var gripið til þess að hækka risnufjeð. Nú stritast þessi sami maður við að

x

Íslensk endurreisn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk endurreisn
https://timarit.is/publication/385

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.