Kyndill - 01.03.1934, Page 29

Kyndill - 01.03.1934, Page 29
Kosningarnar í sumar Kyndilt dórsson, St. Th. J. o .fl.). En lökustu viðskiftamenn Is- landsbanka nutu sérstakrar verndar hjá íhaldinu. Þjóð- in vaknaði þá, þreytt orðin á því að fylgja þeim flolcki að málum, sem seint og snemma varði svindlið og óhæfu stjórnina á íslandsbanka. Þá flýðu kjósendurnir á náðir Framsóknarflokksins, sem þá var minna blett- aður en íhaldið vegna ungs aldurs, en ekki þess, að hann hefði ekki upplag til að gera sitthvað misjafnt eins og nú er kunnugt orðið. Á þeim tíma dubbaði Fram- sóknarflokkurinn sig upp með allkröftugri gagnrýni á hið spilta íhaldsstjórnarfar og loforðum um að öllu skyldi kippltj í lag, sem miður færi, ef hann næði völd- um. Og Framsóknarmenn náðu völdum. Loforð þeirra blekktu kjósendurna. Og hvernig fór? Rann upp nokkur gullöld í fjár- mála- og viðskifta-lífi landsins? Nei, öðru nær. Svindl- ið og óreiðan hélt áfram að þróast jafnt og þétt og hefir jafnvel náð hámarki nú, bæði í 'bönkum og annars staðar. Og hvernig, á í raun og veru að hugsa sér ann- að en að heiðarleiki og ráðvendni í fjármálaviðskiftum skipi óæðri bekk, þar sem sjálft Alþingi er notað af trúnaðarmönnum þjóðarinnar til þess að afla sjálfuin sér bita og beina. Nú fyrir kosningarnasd í vor er því sérstök ástæða til þess að afla sér glöggra skila á því, hvernig málum er komið, hvernig stjórnarfarið er. Og það er því miður óglæsilegt. Þjóðin hefir undanfarin ár verið að leita að félagslegu réttlæti hjá tveim flokkum, Framsóknar- flokknum og íhaldsflokknum. Báðir hafa svikið vonir 27

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.