Kyndill - 01.03.1934, Page 38

Kyndill - 01.03.1934, Page 38
Kyndill PróSessoar Jnliaxs Tandler Yfirmaður fátækramáianna í Wien, prófessor Julius Tandler, var ekki' í A'usturríki nú í febrúar þá er Doll- fuss braut verkaiýðshreyfinguna á bak aftur. Tandler var þá á heimleið eftir 8 mánaða ferð um Kína. Allir foringjar jafnaðarmanna í Wien, sem til náðist, voru teknir fastir þegar á mánudag þann 12. febrúar og það var einnig gefin út skipun um að handtaka Julius Tandler. Laugardaginn þ. 17. marz kom prófessor Tandler heim til Wien eftir ferð sína, og sama dag tilkynti hann komu sína á lögreglustöðina og var strax settur í fangelsi. Prófessor Tandler hafði gott tækifæri til þess að komast hjá handtökunni með því að fara alls ekki aftur til Wien. En hann vildi að sama gengi yfir sig og aðra flokksbræður sína. Petta ffamferði prófessors Tandler vekur mikla at- hygli. Það hrekur ósannindi þau, sem borin hafa verið út um austurriska jafnaðarmenn, að þeir hafi flúið er til lokaorustunnar kom. Tandler fer til Wien þó hann viti, að sín bíði opinber ákæra urn landráð.

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.