Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.01.1981, Blaðsíða 20
Sjóræningjar tuttugustu aldarinnar Fyrsta reynsla mín af sjóræningjum var í Hong Kong 1946 þegar Hong Kong-Macao ferjan var stöðvuð og rænd nokkrum sinnum. Auk þess að beita hnífum, notuðu sjóræningjarnir skotvopn og jafnvel vélbyssur. Þeir flúðu undantekningarlaust inn á Biasflóa og hurfu þar á meðal heimamanna, þar sem sjóherinn gat ekki rakið slóð þeirra. Nú, þrjátíu árum síðar, er önnur tegund sjóræn- ingja að verki við vesturströnd Afríku. Sumir nota hraðbáta og skotvopn, en margir þeirra notast við barkarbáta vopnaðir hnífum og sveðjum. Hópur 6—12 barkarbáta gera árásir á skip er hafa varpað akkerum þrjár mílur undan landi. Þeir koma hljóðlega á vettvang, læðast fram með skipshliðinni á blett þar sem eyða kann að vera á lýsingunni. Öll skip sem liggja fyrir akkerum, tendra ljós til að lýsa upp hafflötinn í kring. Sjóræningjarnir velja þung- hlaðin skip sem auðveldar þeim að kasta krókum með kaðli innfyrir borðstokkinn, og klifra síðan á kaðlinum um borð, eða þá klífa upp akkerisfestina og gegnum gatið á bógnum. Þeir gera árásir sínar að næturlagi, á milli klukkan 1—4 þegar þeir telja að flestir séu í fastasvefni. Sum skip hafa klárar vatnsslöngur með stöðugu rennsli út fyrir lunningu. Þetta fælir sjóræningja- bátana frá, og gefur líka til kynna að áhöfnin sé reiðubúin aö sökkva hveijum þeim barkarbáti sem hættir sér of nálægt skipinu. En með þrautseigju, miskunnarlausri ósvífni, slægð og leynd samfara lélegri skipsvakt hefur sumum sjóræningjum orðið ágengt. Nýlega á siglingu til vesturstrandar Afríku, var ég á skipi sem lá við festar tvær mílur undan landi. Um klukkan 2 e.m. laumuðust 20 sjóræningjar um borð óséðir. Þeir komu vaktmönnunum í opna skjöldu. Annar var gripinn aftan frá, hníf brugðið að hálsi hans og honum hótað lífláti ef hann reyndi að hringja viðvörunarbjöllu. Hinn vaktmaðurinn sem var staðsettur annarsstaðar í skipinu kom auga á tvo sjóræningja, réðist til atlögu við þá og reyndi að gera viðvart, en varð óðara fyrir árás 12 sjóræningja sem særðu hann svöðusári á hendi, með hnífum. Hann var handsamaður, hótað lífláti og bundinn ásamt hinum vaktmanninum. Sjóræningjaforinginn úðaði einhverju kemísku efni á hönd særða mannsins, síðan létu sjóræningj- arnir greipar sópa um allt skipið. Þeir sprengdu upp lása á fjárhirslum og gámum og skipuðu vörun- um um borð í barkarbátana. Þýfið sem þeir höfðu á brott með sér var að verðmæti u.þ.b. 850 þúsundir króna í vörum og einkamunum. Vakt- mönnunum tókst að gera viðvart og komu beint til mín. Öðrum þeirra blæddi mikið á særðu hendinni. Við bundum um höndina en gátum ekki stöðvað blæðingarnar. Maðurinn var áhyggjufullur sökum handarinnar og sömuleiðis ég. Hann óttaðist að hún kynni að verða ónothæf með öllu. Ég spurði hann þá hvort hann vildi að ég bæði fyrir honum og játti hann því. Að svo búnu bað ég Drottin að blessa hann og lækna. Skipið létti akkerum og hélt að hafnarmynninu, en við urðum að bíða í þrjár klukkustundir eftir báti sem flutti særða manninn í land. Og aðrar þrjár stundir liðu, áður en maðurinn komst undir læknishendur. Læknirinn saumaði mörg spor í höndina og þegar hann var orðinn ferðafær var flogið með hann heim. Nokkrum vikum síðar þegar skipið lá í höfn, kom þessi sjómaður um borð. Hann var á góðum bata- vegi, hress og kátur. Þegar hann rifjaði upp þetta atvik í viðurvist áhafnar og farþega, kvaðst hann vita að þetta hefði valdið mér áhyggjum og vildi þakka mér fyrir fyrirbænina, vegna þess sagði hann, að þetta „sýndi kærleika“. Það er dásamlegt hvernig Drottinn getur notað ólíklegustu kringumstæður til að opinbera kærleika sinn. Sama dag sem þessi sjómaður heimsótti skipið steig einn farþeganna af skipsfjöl. En áður en hún hvarf á braut greindi hún mér frá enn einu náðar- verki Guðs á sjóferðinni. Ég hafði lánað henni bók um hinn leynda kraft Guðs í trúarlífinu: Lofgjörð til Guðs í öllum hlutum — ekki einvörðungu að biðja! Farþeginn hafði strítt við persónulegt vandamál í

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.