Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.01.1983, Blaðsíða 25
svo formlega með bæn og bauð for- maður nefndarinnar alla velkomna. Formaður þýsku nefndarinnar bauð svo alla velkomna til Þýskalands. Hélt hann síðan stutta tölu út frá Orði Guðs. Ræddi hann einnig um þann ótta sem víða virðist vera í Evrópu gagnvart vopnum og hættu á stríði. Gott er þá að geta bent til Hans sem sagði: ,,Minn frið gef eg yður. “ Jakob formaður nefndarinnar tók svo við, hann ræddi um tilgang móta og hvaða þýðingu það hefði að koma saman. Mótin eiga að skapa aukna einingu og samstöðu. Og hver ein- staklingur þarf að fá eitthvað út úr mótunum, sér til uppbyggingar og hvatningar til að flytja boðskap Krists. Þar á eftir var dagskrá næsta móts skipulögð og ræðumenn valdir frá hinum ýmsu ríkjum Evrópu. Næst var rætt um útgáfustarfsemi og fjöl- miðlun og þau auknu tækifæri sem við höfum til að boða fagnaðar- erindið í útvarpi og sjónvarpi. Um kvöldið var svo samkoma í Stuttgart, þar sem ég talaði, og pólskur predik- ari. Næsta dag hófust fundir kl. 9.00 með bæn og Biblíulestri sem Olof Djurfelt frá Svíþjóð flutti. Komandi mót var nú aðalefnið og þýsku nefndarmennirnir sem annast undir- búning mótsins ræddu við okkur. Síðan var væntanlegur mótstaður skoðaður. Og var öll aðstaða mjög góð. Lítillega var einnig rætt um önnur mót svo sem Heimsmót Hvítasunnumanna sem verður í Sviss, sumarið 1985. Það kom einnig fram að Hvítasunnumenn eru um 62 milljónir í heiminum í dag og er mestur framgangur í suðaustur Asíu og svo í Suður-Ameríku, þá einna mest í Brasilíu. Mótinu lauk svo með sameiginlegri bæn þá um kvöldið. Flaug ég svo til Englands þá um kvöldið og er ég mjög þakklátur fyrir þetta mót og þá samveru sem ég átti við hina ýmsu bræður bæði austan tjalds og vestan. Fyrir þá sem áhuga hafa þá er mótið í Stuttgart 25.—29. júlí 1984. Vitnisburður: Kom þú til Jesú Þú sem ert fneyttur og byrðina ber blessaði Frelsarinn ávallt þig sér frá himninum sínum nú horfir þig á Hólmfríður Guðmundsdóttir. hér býðst þér vinur minn Guðs dýrð að sjá. Jesús á krossinum kvalimar letð kannaði hörmungar, þjáning og neyð það voru syndimar, sem að Iiann bar sýknun oss mónnunum búin er þar. Kom þú til Jesú, já, kom þú í dag kœrleikans Drottinn mun annast þinn hag gefa þcr frelsið og friðarins náð fagnandi gengurðu sigrandi um láð. Svo lofar þú Herrann og le'tt er þitt geð Lausnarinn sjálfur þe'r stöðugt er með gjafimar sínar Hann gefur þér nú gleði og hugrekki, kœrleik og trú. Konungur himnanna koma mun senn keyþt hefir þjakaða synduga menn með heilögu Blóði er blœddi eitt sinn brátt erlu kominn í Guðs himin inn. Þar er sú eilífa dásama dýrð sú dýrð, sem að verður með orðum ei skýrð en aðeins þeir frelsuðu finna og sjá fagnaðarlofsöngur ómar þeim hjá. Hólmfríður Guðmundsdóttir SDG.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.