Afturelding - 01.06.1986, Síða 49

Afturelding - 01.06.1986, Síða 49
SfCrrfÚAJO*'2 Andersons hvað ávexti á Islandi snerti. Landið væri fullt al'jarð- arávöxtum, kartöflum, rófum, radísum og næpum. Við þessa athugasemd varallt loft úr And- erson og settist hann niður með þessa fræðslu frá ungum íslend- ingi. Sunnudagaskólinn hélt svo áfram í svipuðum sporum, allt til ársins 1939. Þá urðu straumhvörf með komu Arnulfs Kyvik frá Ameríku. Hann var mikill sunnudagaskólamaður. Undir hans stjórn varð litli sal- urinn í Betel allt of lítill. Stóri salurinn varð það líka og báðir salirnir hafðir í notkun samtím- is. Þá voru bekkir í Betel og tróð- ust inn í luisið um Ijögur- hundruð börn, sunnudag eftir sunnudag. Guðný Sigurmundsdóttir var nú komin til, með sinni viðfemu lipurð og hæfileikum, bæði i söng og hljóðfæraleik. Þjálfaði hún barnakór og einsöngvara. Man ég vel þjóðkunna menn í dag, sem sungu undir stjórn Guðnýjaraf list og hæfni. Halldór Magnússon frá Grundarbrekku var lengi leiðari sunnudagaskólans. Halldór var einstakt Ijúfmenni, blíður og góður. Honum við hlið stóðu ávallt Óskar M. Gíslason, Har- aldur Guðjónsson og Trausti Guðjónsson, sem spilaði mjög vel á mandólín og kom alltaf undirbúinn til starfsins. Jólahá- tíðirnar í sunnudagaskólanum voru rismiklar og þurfti vanalega að skipta í íjórar deildir, þar sem aldur réði, og var húsið fullnýtt í hvert sinn. Margir lögðu þessum hátíðum lið, kaupmenn, versl- anir og llciri. Man ég Tangann (Gunnar Ólafsson), Helga Bene- diktsson, Útgerð Hafarnar, með þá bræður Ingólf og Svein Matthíasson, sem árum saman sendu eplakassa til glaðnings fyrir börnin. Undirritaður byrjaði sem nemandi og hélt svo áfram sem kcnnari. Biblíukennslan var fast- mótuð við Guðspjöllin og ritn- inguna í heild. Framhaldsþættir um kristniboð voru á hverjum sunnudegi. Það sem féll í minn hlut var alltaf mælt af munni fram og tilbúið á stundinni. Markmiðið var að hafa athygli barnanna. Frásagnir af kristni- boðum vorum kryddaðar með áhrifaríkum dýrasögum frá Afríku, sem settu viðkomandi í hættu, cn endaði alltaf vel. Margir nemenda sunnudaga- skólans eru gengnir á vit forfeðr- anna sem og margir kennaranna og brautryðjendanna. Markmið sunnudagaskólans er hið sama og heldur áfram: „Frceð þú sveininn wn þann veg er hann skal ganga, jafnvel á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja", segir hinn vísi Salómon. Að síðustu, þá var boðað í sunnudagaskólanum ákveðið bindindi. Það var boðað scm synd að drckka brennivín og nota tóbak í hvaða mynd sem var. Þetta þótti af mörgum vera öfgar og ofstæki. Skyldu lækna- vísindi nútímans vilja staðfesta það álit? Algjört bindindi allt mitt líf, fékk djúpar rætur á heimili for- eldra minna og í sterkri og ákveðinni boðun í sunnudaga- skólanum. Ég á því mikið að þakka. Ritstjórinn.

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.