Afturelding - 01.06.1986, Side 53

Afturelding - 01.06.1986, Side 53
8:16). Þú getur cignast þessa öryggiskennd - og þú getur orðió Guðs barn. Þú spyrð: Hvað á ég að gera til að eignast þetta öryggi? Hvernig finnur maður Guð í reynslu sem sannfærir mann um að maður sé Guðs barn? Enski rithöfundurinn Dor- othy Sayers segir: „Án játningar verðurengin breyting." Hérligg- ur rótin. Til að fæðast á ný og öðlast samfélag við skapara okk- ar verðum við fyrst að játa að við erum andlega dauð, að við lifum án samfélags við Guð. „Synd er brjóstumkennanlegt orð. Það er skilgreining á sjúkdómi, sem mannkynið er undirlagt afi1, seg- ir finnski sálfræðingurinn Erik Ewalds. Biblían gel'ur tilvísun til læknisins sem getur læknað sjúkdóminn. Það er ekki aðeins að hann greini ástand okkar eða meðhöndli hliðarverkanir synd- arinnar, heldur ræðst hann að rót vandans. Hann endurfæðir okkur til nýs lífs. „En Guð er auðiif'ur að miskunn. A f mikilli elsku sinni, sem hann gaf oss, hefur hann endurlífgað oss með Kristi, þegar vér vorum clauðir vegna misgjörða vorra. Af náð eruð þér hólpnir orðnir. Guð hefur uppvakið oss i Kristi Jesú °g búið oss stað í himinhœðum Með honum", (Efesusbréf 2:4-6). ••Ef misgjörð hins eina manns hqfði I för með sér, að dauðinn iðk völd með þeim eina manni, því fremur munu þá þeir, sem Idggja gnóttir náðarinnar og gjqfar réttlœtisins, lifa og rikja vegna hins eina Jesú Krists", (Rómverjabréf 5:17). Okkur er ckki ætlað að berjast ein og óstudd við syndina og vald hennar í lífi okkar. Jesús tók synd okkar á sig. Hann bar syndabyrði okkar. „Laun synd- arinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum", (Rómverjabréf- ið 6:23). Maðurinn er glataður án samfélags við Jesú, en í Jesú eig- um við eilíft líf og við eignumst það fyrir einskæra náð. ,,Sá sem trúir á soninn, hefttr eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, mun ekki sjá lif, held- ur varir reiði Guðs yfir honum", (Jóhannes 3:36). Andi okkar lifnar við l'yrir trúna á Jesúm, já hann verður svo lifandi að við eignumst eilíft líf. Þannig er það að trúa. Við mannfólkið erum einstaklega lagin við að gjöra einlalda hluti llókna. Trúin er ekki erfið eða fiókin. Trú er einföld. Tökum sem dæmi barnið sem trúir því aó pabbi þess sé stcrkur. Það er ekki erfilt fyrir barnið að varpa sér í l'aðm pabba, þegar hann breiðir út faðminn á móti því. Hversu oft höfum við ekki heyrt börn segja félögum af ofurkröft- um pabba síns! Trúin á Guð kemur við að hlusta á Guðs Orð og að við fáum innsýn í boðskap Biblí- unnar. ,,Svo kemur þá trúin qf boðuninni, en boðunin bvggist á orði Krists", (Rómverjabréfið 10:17). Þegar þú hlustar á Guðs orð og þú finnur löngun í hjarta þínu eftir að nema það í trú. að til- einka þér boðskapinn. sem átti við þig, þá skaltu halda áfram á þeirri braut. „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn — og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða" (Róm- verjabréfið 10:9). Gerir þú þetta, segir Guðs orð að þú sért Guðs barn. Þú hel'ur stigið yfir frá myrkrinu til Ijóssins, frá valdi Satans til Guðs. „Réltlœtlir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist", (Rómverjabréfið 5:1). Og ,,mi er þvi engin for- dceming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefur i Kristi Jesú frelsað þigfrá lögmáli syndarinnar og dauð- ans", (Rómverjabréfið 8:1 -2). Þetta getur þú fengið að reyna í eigin persónu. Það byggist allt á því að þú takir eitt skref - ákvörðun eigin vilja um að þú viljir gefast Jesú Kristi. Guð skapaði manninn með frjálsan vilja. Adam og Eva féllu í synd er þau misnotuðu þetta frelsi viljans. Þau völdu að fylgja freistingum djöfulsins og það leiddi til óhlýðni við skaparann. Þú ert í sömu aðstöðu vinur minn. Þú getur valið, af fúsum og frjálsum vilja, að taka við gjöf Guðs til þín og þú getur með sama vilja sagt nei við Guð. Guð er reiðubúinn í kærleika sínum að laga allt milli sín og þín. „Komið, eigumst lög við! — seg- ir Drottinn. Þó að svndir yðar séti sem skarlat, skulu þær verða hvilar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull", (Jesaja 1:18). Afturhvarf er viljaathöfn. Það felur í sér að maður standi upp, snúi við og haldi áfram í gagn- stæða átt við þá sem áður var stefnt í. Maður yfirgefur sinn eigin veg og snýr yfir á Guðs veg og vegur hans er Jesús. ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og liftð. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig", (Jóhannes 14:6). Framhald í næsta blaði í síðasta tölublaöi Aftureldingar birtist klausa þess efnis að Mari Lornér kæmi liingað til lands í júní s.l. Því miður varð Mari Lornér að fresta ferð sinni og er hún væntanleg síðar í suinar eða í liaust.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.