Afturelding - 01.06.1986, Side 58

Afturelding - 01.06.1986, Side 58
Aftur til Afríku. Hjónin Aud Hole og Frímann Ásmundsson voru nýverið í licimsókri hér á landi, ásamt þrem sonum sínum. en þau hafa verið búsett í Noregi um tíma. Tilefni heimsóknarinnar var að Ijölskyldan er nú á förum til Afríku til kristniboðsstarfa. Þau störfuðu í Swazilandi í mörg ár áður en þau flutlu til íslands. Bjuggu á Akureyri og í Stykkishólmi þarsem þau veittu Hvítasunnusöfnuðinum forstöðu. Frá Stykkishólmi lá leiðin til Noregs. Við tókum Frímann tali og inntum liann nánareftir fyrirhuguðu kristniboðsstarfi. — Við flytjum á stóra kristniboðsstöð í grennd við Viktoríuvatn nálægt Kizumu, sem er borg með um hundrað þúsund íbúa. Þetta erekki langt frá landamærunum við Uganda, en ríflega þrjúhundruð kílómetra frá höfuðborginni Nairobi og þúsund kílómetra frá ströndinni. Þetta er beint undir miðbaug. en liátt ylir sjávarmáli svo hitinn er þolanlegur. Héraðiðerblómlegt landbúnaðarhérað, mikil kaffibauna- og bómullarrækt. — Kristniboðsstöðin Thessalía var stofnuð 1955. Á henni eru skólar, sjúkrastöð og stöðinni tengjast níutíu og sex kirkjur. Flestar þeirra eru alfarið í höndum innfæddra, en kristniboðarnir eru til hjálpar, aðstoða við fræðslu og boðunarstarf. — Aud kona mín verður skólastjóri norska skólans, en hann sækja börn norrænna kristniboða. Auk þess tekur hún þátt í samkomum um helgar. Sjálfur verð ég í boðunarstarfi auk þess sem ég hjálpa til við nýbyggingareftir því sem þörf er á. — Við verðum þarna í tvö ár til að byrja með, það gæti orðið lengur. Við leggjum það í Drottins hendur, sagði Frímann að lokurn. Heimilisfang þcirra í Kenýa verður: F. Asmundsson Thessalia Mission Station Box 10 Muhoroni Kenya Sumarmótið í Kirkjulækjarkoti Sumarmótið í Kirkjulækjarkoti verður haldið um verslunarmanna- helgina að vcnju. Dagskrá mótsins verður sem hér segir: Föstudaginn I. ágúst: KI. 20:30 mótssetning. Laugardaginn 2. ágúst: Kl. 09:00 bænastund. Kl. 10:30 Innlendarfréttir Innlendarfréttir Innlendarfréttir Innlendarfréttir

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.