Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 Flestir Hafnfirtiingar munu kannast viö sig hér, þvf að þetta er vefnaðavörudeildin á Strandgötunni áður en hún var stækkuð. A myndinni á 8. bis sjást nýju húsakynnin sem nú hafa verið tekin i notk- un til viðbótar við fyrra húsnæði. Af þessum myndum má sjá að vefnaðarvöruverslunin er með hinum mesta glæsibrag. nærfatnaði, peysum, blússum og öllum vinnufatnaði. Markmiðiö er að hafa gott vöruúrval á hagstæðu verði. Kjörorðið sem á að vera þar ráð- andi og rikjandi er: Fatnaður á aila fjölskyiduna, — hagkvæm þjónusta fyrir Hafnf irðinga . 1 samræmi við þetta kjörorð hefur vöruúrvalið verið aukið að mun i þeim vöruflokkum sem fyr- irvoru I búðinni. Einnig hafa nýir vöruflokkarbæst við svo sem tán- ingabuxur, iþróttafa tnaður margskonar og ýmsar tegundir af kvenfatnaði eins og t.d. pils. Mark’s og Spencer er heims- þekkt vörum. fyrir vandaðar vör- ur á hagkvæmu veröi. Fatnaðar- verslun kaupfélagsins mun leggja alveg sérstaka áherslu á að hafa alltaf á boðstólum gott vöruúr- val frá Mark’s og Spencer. Það er von kaupfélagsmanna i Hafnar- firöi, aö fleiri og fleiri Hafnfirð- ingar og jafnvel utanbæjarmenn leggi leið sina i fataverslun Kaup- félags Hafnfirðinga og kynni sér vöruúrvalið þar og geri þar kjarakaup. Kaupfélag Hafnfirðinga miöar alla starfsemi sina við aukið vöruúrval, bætta verslunarþjón- ustu, mikil vörugæði og lágt vöru- verð. Það rekur ágæta matvöruversl- un á Strandgötu 28, ásamt búsá- haldadeild og leikfanga-og gjafa- vörudeild. Þartná fá búsáhöld og leikföng i fjölbreyttu útvali og á hagstæðu verði. Byggingavöruverslun kaupfé- lagsinsá Reykjavikurvegi 64 býð- ur upp á byggingarvörur af ýmsu tagi og þar sem annars staðar í verslunum félagsins er lögð mikil áhersla á góöa þjónustu við við- skiptavini. Vörumarkaður kaupfélagsins á Miðvangi 41 hefur hlotið almenna viðurkenningu fyrir gott vöruúr- val og lágt verð eins og sjá má af því, að brúttó vörusala þar hefur meira en tvöfaldast á þessu ári miðað við sama tima i fyrra. Þar er nú i undirbúningi bygging verslunarmiðstöðvar og er verið aö vinna af fullum krafti að teikn- inguhennar og fjáröflun til fram- kvæmdanna. Vonir standa til að þær framkvæmdir hefjist siðla vetrar eða i vor. Gagngerar endurbætur voru gerðar á verslun félagsins á Garðaflöt fyrir réttu ári. Sú búð er nú rekin af festu og myndar- skap enda fer fjöldi viöskipta- manna þar vaxandi meö degi hverjum. Kaupfélag Hafnfirðinga hefur átt við mörg vandamál að etja á liönum árum og á enn. Þaö hefur orðið að selja ýmsar eignir fé- lagsins til þess að laga og bæta fjárhagsaðstöðuna. Jafnframt hefur starfsfólk kaupfélagsins sýnt bæði áhuga og ósérhlifni i störfum sinum. Þetta hefur þegar skilað nokkrum árangri. 1 fyrra nam t.d. brúttó heildar- salan i þessum verslunum félags- ins um 480 milljónum króna, en nú um siðustu mánaðamót var brúttóheildarsala þessara sömu verslana orðin um 670 milljónir króna, eða um 190 milljónum króna hærri en heildarvörusalan allt árið i fyrra. Brúttó vörusala þessara versl- ana nú i desember er áætluð um 140 milljónir króna. Ef sú áætlun stenst verður aukningin á brúttó heildarsölu Kaupfélags Hafnfirð- inga á þessu ári 68,8%. Og það er árangur sem samvinnumenn geta glaðst yfir, enda þótt hann segi ekki alla sögu. Herraskyrtur CharlieogBen Sherman fyrir ungafólkið Eton fyrirherrana Herrapeysur ímiklu úrvali Terylene dömu- buxur Stærðir: 36-46 Póstsendum Auglýsing Auglýsing um umferð og bifréiðastöður i Hafnarfirði. Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og samkvæmt heimild I 65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð og bifreiða- stöður i Hafnarfirði: 1. Umferð: a. Á Garðavegier einstefnuakstur til vesturs. b. Umferð um óseyrarbraut og Fornubúðir nýtur for- gangs fyrir umferð frá Öseyrarbryggju (biöskylda.) c. Umferð um Smyrlahraun nýtur forgangs fyrir um- ferð frá Álfaskeiði (biðskylda.) 2. Bifreiðastööur: Bifrei&astöður eru bannaðar við gangstéttir eftirtalinna gatna: Hellisgötu, Móabarðs, Selvogsgötu, Smyrlahrauns neð- an Arnarhrauns og Vesturbrautar. Einnig eru bifreiðastöður bannaðar við gangstéttir Suð- urgötufrá Lækjargötu að norðan að Sniðgötu að sunnan, nema þar sem merkingar við gangstéttir gefa annað til kynna. Bifreiðastöður eru leyfðar við framantaldar götur gegnt gangstéttum þar sem aðstæður leyfa. Akvæði auglýsingar þessarar taka gildi þegar i stað. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, 5. desember 1977. Einar Ingimundarson. Gleðileg jól! BÓKABÚÐ BÖÐVARS

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.