Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1977, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Útgefandi: BLAÐSTJÓRN ALÞÝÐUB LAÐS HAFNARFJARÐAR Ábyrgðarmaður: HÖRÐUR ZÓPHANiASSON Prentun: BLAÐAPRENT hf. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR ÞÖKKUM LÍÐANDI ÁR Slysavarnafélagshúsift i Hafnarfirði á Hjallahrauni 9 er talandi dæmi félagshyggju og framtak. Þar er hvert hand- tak unnið, í sj’álf- boðavinnu Hinn 29. janúar næstkomandi veröur merkisafmæli hjá Slysa- varnafélagi Islands, þvi aö þá verður liöin hálf öld frá þvi að það hóf starfsemi sína. Ekki hyggst félagiö veröa meö nein veislu- eöa hátföahöld af þessu tilefni, en þess I staö munu félagsdeildirnar um land allt hafa ,,opiö hús” þennan dag, þ.e.a.s. þau sem hús- næöieiga, og gefst þá fúiki hvers byggöarlags tækifæri til aö skoöa og kynna sér húsakost og tækja- búnaö félagsins á hverjum staö. Þennan dag mun Hafnfiröing- um gefast kostur á aö skoöa ný og vegleg húsakynni Björgunar- sveitarinnar Fiskakletts og Slysavarnardeildarinnar Hraun- prýöis aö Hjallahrauni 9. Þar er nú á lokastigi gott og myndarlegt félagsheimili þessara félagasam- taka og er gert ráö fyrir aö vigsla þess fari fram I janúarmániöi næstkomandi. Þetta húsnæöi er 240 fermetra aö stærö og skiptist niður i funda- herbergi, geymslu, eldhús og Bókin um hana/ sem eld- inn fól að kveldi og blés i glæðurnar að morgni/ hana/ sem breytti uII í fat og mjólk i mat/ sem ein- att var fræðándi og upp- alandi/ þerraði tárin og bar smyrsl á sárin, hana sem allan vanda leysti og til allra góðra verka átti ávallt stund i önn og erli dagsins. Þetta er bók sem nautn er að lesa og mann- bætandi að kynnast/ bók, sem hrærir strengi hjart- ans, því hver þáttur þessarar bókar er tær og fagur óður um móðurást. — Móðir mín — húsfreyjan er óskabók unnustunnar, eiginkonunnar, móðurinnar, hún er óska- bók allra kvenna. I mmningo bennar sem elfiinn lói afl kvolrii oy blós í ynoöomar oó moiyni. honnat, som b'oytu ull i lat ng m/ólk i mat. sam emalt var Irwöendi og nópelandi og allsn vanda loysti i önn og orh dagsin:,.- Hvvi þ.ittur þessnmr bókar er taor og lagur óöur um móöurA&t. SKUGGSiÁ samkomusal, sem er 100 fer- metra að stærð. öll vinna við húsiö er sjálfboða- vinna, hverteitt einasta handtak. Greitt hefur verið fyrir efni i þessa byggingu 4,9 milljónir króna, en mörg fyrirtæki hafa greitt fyrir byggingunni á ýmsan hátt, t.d. með þvi að veita félög- unum afslátt á ýmsu byggingar- efni. Giskað er á að söluverðmæti hússins sé 20 til 30 milljónirkróna og má af þvi fá svo litla hugmynd um hvers virði sjálfboöavinna og önnur fyrirgreiðsla er oröin við þessar byggingarframkvæmdir. Þetta mun vera stærsta húsnæði slysavarnafélags á öllu landinu, sem komið hefur verið upp með þessum hætti, þ.e. með sjálfboða- vinnu einni saman. Björgunarsveitin Fiskaklettur erein af elstu deildum Slysavarn- arfélagsins stofnuð 16. nóvember 1928.Hinn ll.febrúarl966 var svo sveitin endurnýjuð og endurvakin iþvi formi, sem hún starfar i dag. Uröu þá umsvif sveitarinnar meiri en nokkru sinni áður og all- ur tækjabúnaður hennar aukinn og endurbættur. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að veita sveitinni þessa lóð hinn 20. febrúar 1973. Leitaöi þá sveitin eftir samstarfi við Hraunprýðis- konurnar um að koma félögunum upp föstum sameiginlegum samastað, en mjög gott samstarf hefur alltaf verið á milli þessara aöila. Þær slógu tilog var þá ekki aö sökum að spyrja um dugnaö þeirra viö að afla fjár til bygging- arinnar og aðra aðstoö við fram- kvæmdirnar. Hraunprýöiskonur byggöu sér sjálfar litið hús i nágrenni við Svendborgarhúsin 1952 og geymdu þar tæki sin, en áður höfðu þær algerlega verið á hrak- hólum með geymslurými fyrir þau og komnar upp á náð og miskunn góöra manna 1 þeim efn- um. Slysavarnadeildin Hraunprýði, sem er öllum Hafnfiröingum aö góðu kunn, varstofnuö 17. desem- ber 1930 og hefur starfaö óslitiö siðan. Þær eru ekki ófáar krón- urnar sem þær hafa safnað til slysavarnamála á þessum árum sem þær hafa starfað með merkjasölu, kaffisölu og bösur- um. Alltaf hafa þær látið 3/4 tekna sinna renna til Slysavarna- félags tslands, til þess að það væri þess betur megnugt að styðja og styrkja fámennar og fá- tækar slysavarnadeildir viös veg- ar um landið til þess aö koma upp björgunarskýlum og björgunar- útbúnaði. Þannig hefur veriö hægt að koma upp samfelldri ör- yggiskeðju.björgunarskýla og björgunarsveita allt umhverfis landið ogþarfekki að fjölyrða um þá öryggisþjónustu sem þetta veitir. Hraunprýðiskonur hafa þvi alltaf látið sér nægja 1/4 tekna sinna til eigin þarfa og sýnir það bæði mikla félagshyggju og ósér- hlífni þeirra. Formaður Fiskakletts er Einar Sigurjónsson, formaður Hraun- prýðiskvenna Hulda Sigurjóns- dóttir, en Bjarni Björnsson er for- maður björgunarsveitarinnar. 1 dag er björgunarsveitin Fiskaklettur skipuð 18 mönnum. Aðal tekjupóstur sveitarinnar i nærfellt áratug hefur verið flug- eldasala fyrir áramótin. Hafn- firðingar hafa sett metnað sinn i að kaupa sér flugelda hjá sveit- inni enda alltafverið um góða þjónustu þar að ræða. Jafnframt hafa Hafnfiröingar vitaö að með þessum kaupum eru þeir að styðja góða og nauðsynlega starf- semi. NU liggur mikið viö að flug- eldasalan takist vel, til þess að sveitin geti lokið félagsheimili sinu i tæka tið. Hafnfirðingum gefst gott tækifæri til að sýna sveitinni að þeir kunni að meta starf hennar og frábæran dugnað við að koma sér upp samastað fyrir sveitina með þvi að gera flugeldakaup sin hjá sveitinni. Flugeldasalan verður i húsa- kynnum sveitarinnar við Hjalla- hraun 9, sennilega i gömlu mjólk- urbúðinni á Lækjargötu 20 og á einhverjum þriðja staðnum, sem ekki hefur verið ákveðinn ennþá. Um leið og Alþýöublaö Hafnar- fjarðar kemur á framfæri hjart- anlegum þökkum til Hafnfirðinga frá þeim Hraunprýðiskonum og Fiskaklettsmönnum, fyrir góð og ánægjuleg samskipti og stuöning á liðnum árum, þá vill það minna á, að fimmtudaginn 29. desember er gert ráð fyrir mikilli og glæsi- legri flugeldasýningu við slysa- varnahúsið á Hjallahrauni 9 og á hún að hefjast klukkan 20,30, ef veður leyfir. Hafnfirskir foreldr- ar ættu að muna eftir þessum degi og tima og njóta þar ásamt börnum sinum góörar og eftir- minnilegrar kvöldstundar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.