Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 44

Heimilisvinurinn - 01.01.1904, Side 44
44 hvers vegna einraitt hinar mestu trúarhetjur verða fyrir mestu ástríði. Það er blátt áfram af því, að reynd guðs náðar verður því meiri, sem trúin er meiri, — reyndin stígur þá frá „sælum tilfinningum" til „mikilla opinberana". En því meiri sem reynd- irnar verða, því meiri verður einnig freistingin til að upphrokast af þeim og fara með þær hégómlega. Þá slítur guð reyndinni. Sá, sem i trúnni hafði verið hafinn upp í hinn þriðja himinn, fær þá bar- áttu við fleininn í holdinu til áminningar um, að hann er sjálfur ekki annað enn dupt; og í þessari áminningu feist aptur rótin að nýrri vissu, sem á- vinnst með orðinu og staðfestist af reyndinni. Hvað verða þá ástríðin? Sönnun gegn áreiðan- leik trúarvissunnar? Nei, sönnun um agandi kær- leik guðs, og þar með ný sönnun um sannleik og veruleik sáluhjálparinnar. Astríðin rjúfa trúarvissuna, til þess að varðveita oss í náðinni, sem er undirstaða og uppspretta allrar vissu. Astríðin stöðva oss, til þess að leiða oss ávallt aptur að hinum fasta kletti vissunnar: samvizkuþrýst- ingunni gagnvart guðs orði. Astríðin neyða oss til gagnlegs upplesturs á staf- rofi trúarinnar. í hvert sinn sem vér göngum í lífi voru upp þennan optnefnda stiga: andlega fátækt sjálfra vor, guðlegt vald orðsins, furðuna á að náð- in er i orðjnu boðin hinum íátæku i andanum,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.