Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.01.1949, Blaðsíða 5
H EIMILISBLAÐIÐ 38. árgangur, 1.—2. tölublaS — Reykjavík, ju/iúar—febrúar 1949 Alpjóðamálið Esperanto i. J7ITT þeirra fjölmörgu verk- efna, sem ekki verður öllu lengur komizt hjá að finna ein- hverja lausn á, vegna stórauk- inna samskipta hinna ýmsu þjóða, er upptaka álþjóðlegs lijálparmáls, er notað verði í hvers konar viðskiptum þjóða, félaga og einstaklinga, er ekki mæla sörnu tungu. öllum hugs- andi mönnum er sú staðreynd ljós, hvílíkum örðugleikum málaglundroðinn veldur, jafnt á fundum og þingum, sem full- trúar af ýmsum þjóðernum taka þátt í, sem og öllum utan- ríkisviðskiptum. Ennfremur í verzlun og viðskiptum öllum, ferðalögum, og í stuttu máli sagt, öllum þeim erindrekstri, sem menn verða að gegna við aðilja af öðru þjóðerni en sínu eigin. Þetta vandamál er ekki nýtt; það hefur verið um það fjallað áratugum saman, án ])ess að menn liafi borið gæfu til að ráða fram úr því þann veg, að allir liafi orðið á eitt sáttir. Óhófleg eyðsla fjár og tíma er afleiðing þessa, auk hins margvíslega misskilnings, ósamkomulags og tortryggni, sem málaglundroðinn óhjá- kvæmilega leiðir af sér. Öllum er ljóst, að úrbætur eru fyrir liendi, ef menn aðeins gætu komið sér saman um, livaða leið skuli valin. Hér verður fjallað nokkuð um þá leið, sem margir hinna mætustu manna hafa lagt til, að farin verði, sem sé upptöku alþjóðamáls- ins Esperanto, sem þegar lief- ur alllanga reynslu að baki sér sem sh'kt og hvarvetna hefur reynzt Iilutverki sínu vaxið. II. Fram liafa komið raddir um það, að lieppilegast muni verða, að velja einhverja þjóðtungu sem alþjóðamál, og mun ensk- an eiga þar einna mestu fylgi að fagna. Þar er því til að svara, að þess er engin von, að menn geti orðið sammála um, liver þjóðtungnanna skuli gegna því veglega hlutverki. Tungur smáþjóðanna munu naumast koma til greina. Geta menn svo glímt við þá ráðgátu, ef þeir telja það ómaksins vert, hver stórþjóðanna sé líklegust til að samþykkja, að þjóðtunga einhvers annars stórveldis njóli þeirra sérréttinda, að verða val- in sem alþjóðamál. Auk þess eru þjóðtungurnar það vand- lærðar, að af þeirri orsök einni er óliætt að varpa þeirri tillögu fyrir borð, að samþykkja ein- liverja þeirra sem alþjóðlegt lijálparmál. Enn er það atriði þungt á metunum í því sam- bandi, að yrði þjóðtunga tekin til notkunar sem alþjóðainál, nytu eigendur liennar stór- felldra forréttinda í viðskipt- um sínum við aðrar þjóðir, þar eð þeir væru liinir einu, sem málið töluðu til lilítar. Má nærri geta, hver viðbrögð t. d. Frakka, Rússa, Kínverja o. fl. yrðu, ef tillaga kæmi fram um það, að viðurkenna ensku sem alþjóðamál. Ætli þeim þætti sinn lilutur ekki allmjög fyrir borð borinn og teldu engu minni ástæður mæla með því, að þeirra eigin tungur yrðu fyr- ir valinu. Ástæður virðast því nógar til að ætla, að þessi leið verði aldrei farin. III. Allir, sem einliverju sinni liafa fengizt við tungumálanám, vita, livílíks óhemju tíma slíkt nám krefst. Nú er ástandið í

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.