Hjálpræðisorð - 01.01.1893, Blaðsíða 8

Hjálpræðisorð - 01.01.1893, Blaðsíða 8
8 bvörtun þín ? Sjertu fátækur, hve ákaflega viun- urðu þá ekki, til þess að bjarga lífi þínu?—Er ekki frelsi sálar þinnar langtum meir varðandi mál? Ætli þú hefðir eigi byrjað nýtt Iíferni, ef þú hefðir staðið fyrir dómstóli Drottins, og sjeð bækurnar opnaðar og hina óguðlegu skjálfa dóm- aranum til vinstri handar, en hina guðhræddu gleðjast hægra megin, og heyrt hinn ólíka dóm þeirra birtann ? Heldur þú að þú hefðir eigi byrj- að nýtt líf upp frá því ? þessa sjón færð þú vissu- lega einhvern tíma að sjá. Ef þú hefðir orðið að þola þær kvalir, sem þú nú heyrir um getið, svo sem eitt ár, einn dag, eða að eins eina stund, með hvílíkri alvöru mundir þú þá eigi tala um hina komandi reiði, og reyna að umflýja hana. Ef þú nú vissir að þessi dagur væri hinn síðasti æfidag- ur þinn, hvernig mundir þú þá eyða honum ? Og, elskulegi lesari, rni leyfi jeg mjer að spyrja þig í alvöru: Hvað segir þú um allt þetta? I dag stendur þú á þrepskyldi eilífðarinnar. Yiltu halda áfram í syndunum og glatast? Athuga það, að Guð er sannorður, bæði í fyrirheitum sínum og hótunum. Á himnaríki að vera þjer lukt, eilíflega? Eiga hlið helvítis að innilykja þig, eilíflega ? Bentu nú eigi lengur frá þjer þessu málefni; hugleiddu að dauðinn er fyrir dyruin, þvíuæst kemur dómur- inn og svo eilífðin með sælu eða vansælu! Ef þú deyrð í iðrunarleysi þínu, án syndafyrirgefningar og án helgunar, þá er helvíti þitt hlutskipti eilíf- lcga, eilíflega, eilíflega._____________(Framh.)_____ TJtgefið af 0. V. Gíslasyni með stuðningi frá The Beligious Tract Socicty, London. Prentað í lsafoldarprentsmiðju. c

x

Hjálpræðisorð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjálpræðisorð
https://timarit.is/publication/432

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.