Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 8

Í uppnámi - 20.03.1901, Blaðsíða 8
16 riddarann á kongsreitnum (el). Konungur, sem var að hallast aptur á bak í stólnum, með rólegu gleðibragði og ánægju við sjálfan sig út af sigrinum, virtist í fyrstu gramur við þennan herskáa og óvænta leik. En Grothusen, sem ekki var jafnoki konungs að geðstillingu, þó hann líktist honum talsvert að ýmsu öðru leyti, hrökk skelkaður upp af stólnum. Konungur stillti hann með hæðnishlátri og rnælti: “Hvar er hinn riddarinn minn, Grothusen? Finndu hann og reyndu svo að íinna mátið. Það er sannarlega nógu laglegt til að borga þér fyrir ómakið.” En áður en ráðgjafinn var búinn að finna riddarann, sá konungur að taflstaðan var nú mjög einkennileg; hann rétti því Grothusen aptur riddarann, sem hann kom með, og starði nokkrar mínútur fast á borðið. Loksins leit hann upp brosandi. “Eg held að við þurfum ekki riddarans við; eg held að eg geti staðið mig við að gefa þér hann eptir, og samt gjöra þig mát í fjórum leikum!” Þótt leitað sé í sögu skáktaflsins allt frá dögum Sissa og niður til tíma Morphys, munu menn ekki finna eins undarlegt atvik og það er nú segir frá. Því hver skyldi því trúa, að rétt í því konungur hafði þannig boðað mát í annað skipti, þaut ný kúla beint gegnum opnar dyrnar, og lenti eins óskeikul og fyrri kúlan á taflborði konungs. Hvíta peðið á öðrum hróksreit (h 2) fór nú sömu leið og riddarinn, og fílabeinsmolarnir duttu niður á gólfið. Grothusen, sem mundi eptir hæðnishlátri konungs, náfölnaði en hreyfði sig ekki á stólnum. “Okkar elskulegu vinir, Tyrkirnir, eru þín megin, Grothusen,” sagði konungur, “og það má varla við því búast að eg geti bæði keppt gegn þér og gegn þrjátíu þúsundum heiðingja, einkum fyrst þið notið svona kröptug vopn. Þetta er í fyrsta skipti, að eg hef séð skák teflda með byssum.” “Herra konungur,” svaraði Grothusen, og var áhuginn á skáktaflinu talsvert farinn að kólna hjá honum, er óviðkomandi menn voru farnir að blanda sér svona inn í taflið, “forlögiu eru andvíg okkur í dag; vill ekki yðar hátign koma út og finna ráð til að bægja þessum ónæðissömu og ósiðuðu Tyrkjum hæfilega langt í burtu?” “Bíddu augnablik við, raggeitin þín,” sagði konungur og brá á glensi, “og láttu mig sjá hvort tatíið mitt stendur ekki svo vel enn, að

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.