Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 80

Jólabók Bjarma - 24.12.1912, Side 80
80 á jörðunni, — en gleymdu því aldrei, dreng- urinn minn, að ríki frelsarans þíns er á himnum og að hann hefir af náð sinni gefið þér hlutdeild í því". Þetta sagði presturinn minn og eg hefi ekki gleymt því“. „Iieldurðu, að presturinn þinn sé lifandi enn þá?“ „Já, hann er lifandi. Nú fer eg á undan honum lieim og eg hræðist ekki dauðann. Það mun enginn gráta mig, nema ef það væri hann; en hann fær ekkert að vita um það. — Hann er ( Danmörku, — en eg er—“ „Segðu mér hvað hann heitir". Drengurinn gjörði það. „Hvar á hann heimar" „Eg veit það ekki. Hann er ekki lengur í Kjölstrup". „Eg skal leita hann uppi“, sagði hjúkrun- arkonan. „Danmörk er ekki stærri en það, að það er hægt að finna hann. Svo skal eg skrifa honum og flytja honum kveðju frá þér“. Andlit sjúklingsins Ijómaði af gleði. „Já, segið þér honum —“ „Hvað á eg að segja hönum?" „Að eg hafi verið einn og yfirgefinn, lítill, fátækur drengur — en —“ „Hann hefir tekið þig að sér?“ „Já, og eg var heimilislaus eins og frels- arinn okkar á jörðunni —“ „F.n hughreysti hann þig og uppfræddi?" „Já, en eg var ódæll og hefi víst orðið honum til sorgar oft og tíðum". „Hann hefir samt altaf auðsýnt þér kær- leika. Er það ekki þetta, sem eg á að

x

Jólabók Bjarma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabók Bjarma
https://timarit.is/publication/438

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.