Iðunn - 01.01.1884, Síða 38

Iðunn - 01.01.1884, Síða 38
32 Björnstjerne Björnson: Sigrún mundi nú hugsa, þegar hún vaknaði og lienni yrði litið út um morguninn. J>að var orðið allbjart og mesti glaumr í fuglunum ; hann vatt sér því yfir skíðgarðinn og skundaði sem hraðast heim, svo að enginn skyldi sagt geta, að það væri hann, sem hefði verið þar yfir frtl og plantað blóm 1 garð- inum hennar Sigrúnar á Sunnuhvoli. þriðji kapiluli. liðu stundir fram, og var margt hjalað í sveit- •Jwv inni; þó kunni enginn með nokkurri vissu frá neinu að segja. Aldrei sást þorbjörn framar á á Sunnuhvoli eftir að þau voru bæði fermd, og þetta var það, sem menn sízt skildu í. Ingiríðr kom þang- að oft; géngu þær Sigrún þá oft sér til skemtunar í skóginn ; — »vcrið þið nú ekki of lengi í burtu,« kallaði móðir Sigrúnar á eftir þeim. »0 nei,« svar- aði Sigrún, — og svo komu þær ekki heim fyrr en í rökkri. Báðir biðlarnir hófu nú bónorð sitt af nýju. »J>að er bezt að hún sé sjálfráð,« sagði móð- ir hennar, og faðir hennar var á sama máli. Svo var Sigrún tekin á eintal og þessa leitað við hana, en hún gaf báðum afsvör. Sfðan komu fleiri þangað í biðilsorindum, en aldrei fróttist það, að neinn kæmi bænheyrðr úr bónorðsför frá Sunnuhvoli. Einu sinni var Sigrún með móður sinni og voru . þær mæðgur að þvo nokkur mjólkrtrog; þá spurði móðir hennar hana, hvern hún væri að hugsa upp á. þótta kom svo flatt upp á Sigrúnu, að hún kafroðn-

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.