Iðunn - 01.01.1884, Page 48

Iðunn - 01.01.1884, Page 48
42 Björnstjerne Björnson: hefi líklega vorið of slæmorðr.« Hann sagði þetta mjög blíðlega; hiín leit niðr, hálf-vék sér undan og sagði: »|>ú mátt ekki dæma um það, sem þú þekkir ekki.« þetta var sagt með grátkæfðri rödd, og varð honum mjög órótt við það; honum fanst hann vera eitis og krakki, og sagði því líka, með því honum hugkvæmdist ekki annað: »Fyrirgefðu mér.« En þá gat hún ekki lengr á sér setið að hágráta. þctta gat hann ekki staðizt, svo hann gékk til hennar og tók utan um mittið á henni, laut að henni og sagði: »Elskarðu mig nú líka af öllu lijarta, Sigrún?« — »Já,« sagði hún grátandi. — »En þú finnr ekki fullsælu í þessari ást?« — Hún svaraði engu. »Enþú finnr ekki fullsælu í þessari ást ?« endrtók hann aftr. Hún grét nú enn meira, en fyrr, og ætlaði að vinda sig af honum. »Sigrún !« sagði hann, og tók fastara utan- um hana. Hún hnéig að barmi horium og grét mikið. »Komdu, við skulum tala betr saman,« sagði hann, og setti hana lijá sér í lyngið. Iíún þurkaði tárin af augum sér og reyndi að brosa ; en það vildi ekki takast, Hann hélt í aðra höndina á henni og horfði framan í hana. »Elsku-Sigrún, því má ég aldreikoma yfir að Sunnuhvoli ?«— Hún þagði. »Hef- irðu aldrei beðið um það?« —Hún þagði. »því hef- irðu aldrei gjört það ?« spurði hann og dró hendina á henni nær sér.— —— »Eg þori það ekki,« sagði hún undr lágt. Hann sótroðnaði, dró dálítið að sór annan fót- inn, studdi ölnboganum á knéð og studdi svo hönd undir kinn.-------«Með því móti kem ég líklega aldrei yfir um þangað,» sagði hann loksins. Hún svaraði engu, en fór að reyta upp lyngið við hliðina

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.