Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 74
312 Jak. Thor.: Tvö kvæði. [ IÐUNN Sjá, kiæðlaus móðir í kytru situr, þú komst að dyrunum, ríka frú, sást litlu kroppana’ er kuldinn bitur með knúum nísti. — Hvað gefur þú? Þei, legg við eyrað — og ys þú heyrir af ótal þrengingum smælingjans. En seg mér, gefurðu grænan eyrir að grynna vitund á þrautum hans? Þegar klukkan slær. Að dáð hafði’ eg ætlað að drýgja og drífa mig afrekum nær, það man ég í kyrðinni’ á kvöldin, er klukkan á náttmálum slær. Um árdegið sofum vér sætast og svinglum um draumlöndin þá; rétl afganga timans fær iðjan, — og alt af er klukkan að slá. Oft er sem úr tóminu’ að utan sé einhver að rétta okkur hönd. En, gæfa, við önzum þér engu, þótt aldini bjóðir og lönd. Loks skilst oss, — með kökkinn í kverkum —• er klukkan að fjörhvörfum slær, að gróðurlaus auðn verður eftir — öll æfin tóm vanræksla’ í gær.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.