Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Blaðsíða 8
202 Alþingishátíðin 1930. IÐUNN En stundum er þó sem einhver ómur af tómahljóði heyrist þar á bak við. Það er eins og meðvitundin um gildi þess, sem í vændum er, sé í aðra röndina eitthvað sljó og flöktandi. Og ég held að þjóðin þurfi yfirleitt að vakna betur til þeirrar vitundar, ef vel á að fara. Það aldarfar, sem nú einkennir þjóðlíf vort, virðist að ýmsu leyti illa fallið til móttöku mikilla atburða. Þjóðar- sálin er nú að súpa seyðið af því mikla ölduróti, sem skollið hefir yfir hana á síðustu árum, bæði innan að frá, með breyttum atvinnuháttum, og utan að frá, með áhrifum heimsstyrjaldar og afleiðingum. — Næsta ógeðs- leg matarbarátta virðist hafa náð býsna sterkum tökum á meiri hluta þjóðarinnar, en að sama skapi hefir mætti raunverulegs hugsjónalífs hnignað. Hér verður ekki lagt út í langorða ádeilu, þó þess væri reyndar hin mesta þörf. Eg vil einungis vitna í sögu hinnar siðferðilegu lægingar, sem skráð er svörtu letri í skrifum ýmsra blaða og jafnvel í sjálfum tíðindum Alþingis og ennþá víðar. Hún birtist einnig öðru hvoru í athöfnum valdhafanna og viðskiftum einstaklinga. Hún birtist í andlitsdráttum fólksins, sem fer um veginn. Hún er saga hins sameiginlega skipbrots, sem engan veginn er bundið við flokka, stéttir eða stefnur — og þess vegna líka að vísu orðið svo sætt. Ef ég ætti að benda á höfuðeinkenni þeirrar hags- muna- og valdastreitu, sem virðist hið kærasta viðfangs- efni vorrar kynslóðar, þá myndi ég segja, að það væri lítilsvirðingin fyrir sannleikanum. En það er sama sem lítilsvirðing fyrir gildi allra hugsjóna. Það væri sjálfsblekking að neita því, að vér lifum á öld óheilindanna. En — hingað og ekki lengra. Margir eru þeir, sem þreyttir eru orðnir á öfgum matarbarátt- unnar, þótt ekki hafi þeir, einangraðir, djörfung né þrótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.