Kirkjuritið - 01.04.1940, Page 5

Kirkjuritið - 01.04.1940, Page 5
Kirkjuritið. Um kirkjuþing. Kirkjuþingsmálið fekk ekki þá afgreiðslu á aðalfundi Prestafélagsins, sem ég' hafði vænst og óskað. Það mun því þurfa að hreyfa málinu enn og gefa nokkrar fleiri skýringar á því. En hætt er við, að það eigi langt í land og verði torsótt hjá einhverjum, ef prestarnir sjálfir sjá litla þörf á því og hafa mestan áliuga á því að ekkert haggist af því, sem nú er. Það er líka nauðsynlegt, að málið sé rætt, með og móti, því að ekkerl mál græðir á því að vera ómótmælt, ef menn annars hafa engan álmga fyrir því. Kirkjuþingsmálið er að mínum dómi engan veginn svo tvímælalaust, að ekki eigi að heyrast þar nerna ein i'ödd. Og sérstaklega eru mörg atriði um fyrirkomulag, valdsvið, samsetning og fleira því viðkomandi, sem vel þarf að atlmga, svo og það, livað leggja mætti niður eða úr hverju draga, ef kirkjuþing yrði föst og lögboðin stofn- on i kirkjunni. Meiri hluti milliþinganefndar þeirrar í kirkjumálum, sem starfaði 1904—1906, bar fram frumvarp „um kirkju- þing fy rir hina íslenzku þjóðkirkju“. Þessi meiri liluti var allir guðfræðingarnir, sem í nefndinni voru, þeir séra Arni Jónsson á Skútustöðum, séra Eirikur Briem og séra Jón Helgason. Móti var aðeins einn maður, Lárus IJ. Pjarnason, því að fimti maðurinn í nefndinni tók þar aldrei sæti. Allir þessir guðfræðingar voru því sammála. Þeir voru allir sammála um það, að leggja móti því, að ríki og kirkja væri aðskilin (það vildi L. H. B.), en þeir vildu a hinn hóginn að kirkjunni væri gefið aukið sjálfstæði

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.