Kirkjuritið - 01.04.1940, Page 12

Kirkjuritið - 01.04.1940, Page 12
130 Magnús Jónsson: Apríl. 10. Rangárvallaprófastsdæmi, vesturhluti, og Árnespró- fastsdæmi. 3.—5. grein eru um kosningarélt og kjörgengi. Er þar svo ákveðið, að í liverju kjördæmi kjósa prestar einn úr sínum lióp og sóknarnefndir og safnaðarfulltrúar einn úr sínum hóp. Þá kýs guðfræðideild Háskólans einn úr sínum hóp. Þetta er meginatriði frumvarpsins. Kirkjuþing verður þannig skipað 20 kjörnum fulltrúum úr kjördæmunum, 10 prestum og 10 leikmönnum úr hóp þeirra manna, sem l>eitt er fyrir mál safnaðanna. Fulltrúar leikmanna eru því raunverulega kosnir af söfnuðunum. Sóknarnefndir og safnaðarfulltrúar verða nokkurskonar kjörmenn, og sam- tímis einir kjörgengir. Tel ég það mjög verulegt atriði, að sóknarnefndum og safnaðarfulltrúum sé þessi gaum- ur gefinn. Þetta er alveg eðlilegur réttur þeim til lianda, sem þessi störf eru falin. Auk þess kýs svo guðfræðideild Háskólans einn fulltrúa úr sínum hóp. Guðfræðideildin hér hefir jafnan verið lengd kirkjunni föstum höndum (shr. t. d. lögin um bisk- upskosning), og tel ég það heilbrigt. Ef biskup væri sjálf- kjörinn fulltrúi, eru hér tveir fulltrúar úr hóp guðfræð- inga, og eru þá prestar á kirkjuþingi tveim fleiri en leik- menn. Þetta er heilbrigt hlutfall. Kirkjuþing er skipað 22 fulltrúum, með örlitlum meiri hluta presta að jafnaði. Háskólakennarinn getur vitanlega verið óvígður, og eru ])á jafnmargir vígðir menn og óvígðir á þinginu. I þessu öllu er það kjördæmaskipunin, sem mestum tvímælum mun valda. En hún er undirstaða þessarar skipunar kirkjuþings, sem hér hefir verið nefnd. Kjör- dæmin eru að vísu ekki jöfu, en eins nærri þvi og frekast verður komist. I þeim eru, að því er ég kemst næst: Prestar: 10—14, meðaltal 11.4. Sóknir: 16—34, meðaltal 27.2. Kjósendur leikmanna: 68—130, meðaltal 113.2. Það skal játað, að skiftingin i kjördæmi er sumsstaðar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.