Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 48

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 48
Apríl-Maí. Tveir mannkynnsleiðtogar. Búdda og- Kristur. Ef þeir eru bornir saman, yfirmeistarar liinna tveggja mestu trúarbragða veraldarinnar. Kristur og Búdda, er æði márgt, sem á milli ber, að minnsta kosti á yfirborð- inu og æði langl inn fyrir það, þó að sjálfur innsti kjarn- inn sé ef til vill ekki jafn ólíkur. Ytri kjör þeirra voru ó- lik. Kristur var fátækur trésmiðssonur í fábreyttu uin- hverfi. Búdda var auðugur konungsson í dýrð og glaumi hirðlífsins. Kristur leit á allt með skáldsins auga og klæddi kenningar sínar í skarpar líkingar og myndir. Búdda var heimspekingur og vildi sundurliða allt með flóknum skilgreiningum. Báðir færðu þeir sjálfa sig að fórn af kærleika til aumra manna, en jafnvel þessi at- höfn hlaut að koma fram í ólíkri mynd. Kristur færði sína'fórn með því að ganga í dauðann. Búdda færði sína fórn með því að leggja það á sig að lifa. Þessi stórkstlegi munur stafaði að miklu leyli af því gerólíka andrúmslofti, sem þeir lifðu í. Naumast hafa verið til meiri andstæður meðal trúar- og lífsskoðana, beldur en milli indverskra lífsskoðana og hebreskra. Á Indlandi var fjölgyðistrúin í fullum algleymingi. En í trúarskoðun Hebrea var þetta fyrst af öllum boð- orðum: Jahve guð þinn, Jabve er einn. Indverjar voru frá fornu fari um fram allar aðrar þjóðir í því, að brjóta heilann um ráðgátur tilverunnar og innstu, huldustu rök alls. En aftur á móti hefir engin menntuð og áhrifarík þjóð á jörðinni látið sér alla heimsspeki í jafn léttu rúmi liggja og Hebrear.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.