Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 73

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 73
Kirkjuritið. Fyrsti sunnudagur í aðventu 1877. Fyr á tímum var föstuinngangurinn einskonar liátíð í liugum manna. Það var fyrsti sunnudagur í aðventu, þá hyrjaði nýtt kirkjuár, þá var kirkjan liátt skrifuð hjá fólki. Guðspjallið var innreið Krists í Jerúsalem. Nú langar mig til að lýsa liúslestrarstund á heimili þeirra Bjarna og Ingveldar á Broddadalsá. Það er fyrsti sunnuda,gur í aðventu. Norðanstormur- inn næðir um snjóuga þekjuna, en það hefir engin áhrif á fólkið, því að það veit, að konungur konunganna er að halda innreið sína, og þá er öllu óhætt, þótt ekki fylgi honum fagnandi múgur. Bæjardyrnar snúa í vestur, þær eiu stórar um sig og loft yfir. Úr bæjardyrunum er gengið inn í göng, þröng og dimm, því að enginn gluggi er á ganginum, en skímu leggur úr bæjardyrunum. Til vinstri handar ern eldliús- dyrnar. Þar var skot, sem þótti vera reimt í. Eldhúsið er lítið, en vistlegt og þokkalegt, eftir því sem um var að gera, og tvenn lilóð fyrir gafli. Á milli hlóðarstein- anna stendur fýsihelgurinn. Á hægri hönd, þegar komið er inn úr bæjardyrunum, er gangurinn inn á gólfið, þar er liurð fyrir. Þar fyrir innan er húsið, og loft yfir. Ur þessum gangi er gengið inn á innra gólfið. Þar er lítið stofuhús með stafnglugga. fyrir innan dyrnar á gólf- inu er pallstigi upp á loftið. Hjá uppganginum eru tvö rúm, þverrúm og langrúm. í næsta stafgólfi fvrir inn- an eru tvö rúm, hvort á móti öðru, verið getur, að rúm- in hafi verið fleiri. Þriðja stofugólfið, suðurendinn, er íveruhús hjónanna, þar eru tvö rúm. Á rúminu undir glugganum sitja hjónin. Bjarni les lesturinn sjálfur, en Ingveldur lilustar á með lokuðum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.