Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 22
Örbirgð — Auður Cífisslaða Xrists Undanfarandi ár höfum við íslendingar búið við meiri hag- sæld, að því er snertir efnisins gæði, en nokkru sinni fyrr, og á sama tíma er það svo, að rækt trúarinnar eða kristið safnaðar- líf hefir sennilega sjaldan verið fátæklegra, þegar á heildina er htið. Ýmsir vilja kenna okkur prestunum um þetta. Sumir segja, að við séum ekki nógu rétttrúaðir, — aðrir að við séum ekki nógu frjálslyndir, þess vegna komi fólkið ekki í kirkju, og margt fleira er okkur raunar til foráttu fundið. Nú er það sjálfsagt rétt, að við þyrftum að vera stæltari stríðsmenn og stærri karlar en við yfirleitt erum, en mig grunar þó, að tómlæti almennings gagnvart kirkjunni, herra hennar og hugsjónum verði naumast til neinnar hlítar skýrt með því að benda á þetta. En hvar er þá svarsins að leita? Hér kemur auðvitað ótal margt til greina, en rúmsins vegna ætla ég aðeins að varpa fram einni spurningu, — þeirri, hvort óhugsandi sé, að einhver tengsl séu milli hinna tómu kirkju- bekkja og þeirrar auðshyggju, er svo mjög hefir mótað við- horf manna hin síðustu ár. Og ég hygg, að svarið við þeirri spurningu verði bezt undirbyggt með því að rekja stuttlega afstöðu Krists til fátækra og ríkra og þeirra til hans. Það er alkunna, að hinir forngrísku menningar- og mennta- frömuðir skoðuðu þá er strituðu, báru hita og þunga dagsins, — þeir skoðuðu þá yfirleitt ekki sem persónur, heldur einfald- lega tæki, — verkfæri, er gerðu þeim sjálfum fært að vinna öðrum og æðri viðfangsefnum. Rómverskir samtíðarrithöfundar Krists tala af mikilli fyrirlitningu um hinn óupplýsta lýð, og fræðimenn og farísear, fyrirmenn hans eigin þjóðar, tóku mjög í sama streng. En það var einmitt meðtl hins fátæka fólks,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.