Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.05.1957, Blaðsíða 47
INNLENDAR FRETTIR 237 innar, mun ísland ekki framar í augum sumra okkar vera Island feðra okkar, né það ísland, sem á hjörtu okkar. Þess vegna er það heitasta ósk okkar á þessum mikla minningardegi, að kjörorð siðbótarbiskupsins, höfundarins að fyrstu íslenzku Biblíuþýð- ingunni, Guðbrands Þorlákssonar, megi einnig liljóma af fullum krafti á íslandi á komandi tímum: „Ég gleðst af eilífu samfélagi við arf sigur- kirkjunnar.“ Dag Monrad Möller. (Á. G. þýddi.) TnnMflr frcwir St Olavskórinn frá Bandaríkjunum söng hér um páskana. Var það einróma álit, að sjaldan eða aldrei hefði heyrzt liér fegurri né betur æfður kórsöngur. Kórinn söng að kalla eingöngu kirkjulög, — gömul og ný. M. a. íslenzka þjóðsönginn og Víst ertu Jesús kóngur klár. Og var framburður orðanna sem önnur meðferð með mikilli prýði. — Slíkar heimsóknir eru mjög þakkarverðar. Kirkjukvöld voru haldin í Bústaðasókn og Langholtsprestakalli á skírdag, en í Kópavogssókn á 1. s. e. páska. Oll voru þau fjölsótt og þóttu takast vel. Ur Stafholtsprestakalli. 1. Hjarðarholtskirkju í . Stafholtstungum hafa borizt eftirtaldar gjafir: Hökull og altarisklæði frá þeim Hjarðar- holtssystrum, frú Áslaugu Jónsdóttur og fröken Elísabetu Jónsdóttur, sem eru búsettar í Reykjavík. Altarisdúkur frá frú Ragnhildi Jónsdóttur frá Hjarðarholti, einnig í Reykjavík. Teppi á altarisgóf frá frú Ragnhildi Pét- ursdóttur í Iláteig, Reykjavík. Rykkilín frá þeim Hjarðarholtshjónum, frú Laufeyju K. Blöndal og Þorvaldi T. Jónssyni oddvita, eiganda kirkjunnar. Þess skal sérstaklega getið, að allir eru gripir þessir framúrskarandi vel gerðir og kirkjunni hinir dýnnætustu, Þakkir skulu hér færðar gefend- Uni, sem í verki hafa sýnt ræktarsemi og hlýjan hug til litlu og snotru kirkjunnar í Hjarðarholti. — 2. Hvammskirkja í NorSurárdal hefir verið raflýst fyrir forgöngu Hvammsfeðga, Sverris hreppstjóra Gíslasonar og Guðmundar Sverrissonar, bónda í Hvammi. Var verkinu lokið rétt fyrir sh jól, og rafljósin lýstu fyrst við guðsþjónustu á annan dag jóla. — Vegg-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.