Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.12.1957, Blaðsíða 10
440 KIRKJURITIÐ En svo bjart sem móti oss skín frá jötunni í Betlehem Guðs trúfesti og kærleikur, þá megum vér eigi síður dást þar að Guðs dýrlega almætti. Hversu fátæklegt er alt umhverfis hina lágu jötu í því litla lireysi, og hversu stórkostlegt er þó það, sem Guð hefir framleitt af þeirri litlu byrjun? ísraelsþjóðinni átti frelsari að fæðast, og hann er í jötu lagður, er hann fæðist. Ollum heiminum átti frelsari að fæðast, og hann kemur í heiminn í lágum helli hjá litilsvirtri þjóð. Guð vildi reisa sér musteri á jörðu, er blótstallar heiðinna guða skyldu hverfast í duftið fyrir, og þetta musteri byrjar í auvirðilegum afkima með jötu í stað altaris, hjálpailaust nýfætt hjúfrandi bam í stað guðanna, fátækir hirðar í stað skrúðklæddra hofgoða. Hefði æðsta prestinum í Jerúsalem þá verið sagt, að eftir 2000 ár mundu menn beygja kné og tilbiðja Guð í lágum helli í Betlehem, en eigi steinn yfir steini standa af hinu skrautlega musteri í Jerúsalem — þá mundi hann hafa kallað slikt guðlöstun. Hefði einhver þá sagt hin- um ríka keisara Ágústusi, er réði yfir nær því öllum kunnum löndum, að á þeirri nóttu hefði fátækt sveinbam fæðzt í Gyðingalandi, er stofna mimdi það ríki er hans ríki yrði að lúta, og að hans eftirkomendur mundu með lotningu krjúpa á kné fyrir sveini þeim — þá mundi hann hafa sagt spekingum Grikklands, að Gyðingur einn ungur mundi þann lær- dóm hefja, er gjörði alla þeirra heimspeki að heilaspuna, að galileiskir fiskimenn og tollheimtumenn mundu útbreiða þann lærdóm og rita þá bók, sem öll þeirra rit yrðu lítilsverð hjá — sannarlega mundu þeir eigi hafa virt slíka spásögu manna að háði og spotti. Og er þó eigi allt þetta fram komið. Er eigi það ljós útgengið frá þeim hinum dinuna helli, er um allan lieiminn ljómar? Er eigi úr þeirri liinni lágu jötu fram genginn sá kon- ungur, er öll kné lúta bæði á himni og jörðu? Er eigi á þeirri nóttu grund- völlur lagður að því ríki, sem ennþá stendur, þó að ríki Ágústusar keis- ara sé fyrir mörgum öldum liðið undir lok. Er eigi úr þessum lága afkima sú trú út gengin, er nú á háreist musteri í öllum löndum heimsins, þar sem nú er á óteljandi tungum sungið lof og dýrð fyrir það, að oss er frelsari fæddur. Ef einhver væri hér á meðal vor, sem efaðist um, að Jesús sé af himnum kominn, að hans orð séu frá Guði og að hans ríki sé eilíft og ævarandi, gangi hann i anda að jötunni í Betlehem, og hugleiði þá sjón, er þar er að sjá, hið unga bam og hina fáu fátæklinga umhverfis, hversu lítið og alls ekkert af veraldardýrð né mannlegu veldi — og hugleiði síðan, hvað af þessum litla vísi er sprottið, eftir að svo margar aldir eru yfir hann liðnar, eftir að svo margir óvinir hafa- móti honum barizt, eftir að svo margt annað frægt og voldugt er hjaðnað og hnigið til jarðar; hugsi

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.