Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.06.1960, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 247 dæmið um máttarorð Guðs, sem heggur á fjötrana, svo þeir hrökkva sundur; þeir eru táknið um endurleysandi kraft hins skapandi Guðs, sem hverfir við sjálfri náttúrunni, svo þeir megi leysast, sem lúta lágt í ánauð og þjáningu, um vald Guðs, sem vinnur öll þessi máttarverk til endurlausnar lýð sínum, já, vald þess Guðs, sem skapar sér lýö, söfnuö, — gerir hann að sínu fólki, útvelur hann, gerir hann að heilögu prestaríki, að konungsríki sínu. Þessum atburðum er á þann veg lýst í heilögum ritningum, að hið dæmigerða eðli þeirra kemur berlega fram. Sálmar þeir, sem sungnir voru við hinar árlegu hátíðir ísraels hins forna og minntust frelsunarinnar úr Egyptalandi og sáttmálans við Sínaí, leiða berlega í ljós, að á hverju ári minntust menn þess- ara atburða svo sem væru þeir að ske á nýjan leik í hátíðinni, — á svipaðan hátt og þegar vér minnumst dauða og upprisu Krists í heilögu altarissakramenti. Atburðir liðinnar sögu verða hfandi, já, meira en það, þeir ske á nýjan leik. Kristur er sjálfur nærverandi í athöfninni, sem fram fer. Á sama hátt ftiinnumst vér jólanna. Þar er ekki aðeins minnzt liðinnar sögu. >.Yður er í dag frelsari fæddur“ er þá boðað, — ,,í Betlehem er barn oss fætt“, nú, á þessari stundu, á jólahátíðinni. — A þennan veg var í hinum forna ísrael minnzt liðinna atburða þeirrar sögu, er greindi frá hjálpræðisverkum Guðs, er hann frelsaði lýð sinn úr ánauð í Egyptalandi, leiddi þá um óbyggðir, opinberaðist þeim við Sínaí og stofnsetti þar sáttmálann og gaf þeim fyrirheitna landið. Þessir atburöir voru dœmiö um cevarandi lausn Guös, um hjálprœðisathafnir hans, um opin- berun hans mitt á meðal þeirra, sem á hann trúa, um opinber- un vilja hans, þ. e. hvers hann krefst af mönnum, um lögmál- Þessir þœttir voru kjaminn í trú Gamla testamentisins. En enda þótt kristin trú sé i mörgu frábrugðin hinum Gamla sáttmála, þá er svo samt, að hér er einmitt fólginn kjarninn i kristinni trú líka. Þessir þættir erfða ísraels, Guðs opinberun mitt á meðal þeirra, er hann dýrka, lofgjörðin fyrir hjálpræðis- athafnir Guðs á liðinni sögu og á líðandi tíma og boðun vilja ^uðs, þessir þœttir eru uppistaöan, grundvöllurinn, máttar- stólparnir undir kristinni trú, kristinni kirkju og viömiöun kristinnar guöfrœöi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.