Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1963, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.12.1963, Blaðsíða 22
452 KIRKJUBITIÐ Sautján ára piltur var óeirðasamur í frítímum sínum og gerði mörg prakkarastrik. Síðast stal hann boga og örvunt og slasaði einn félaga sinn svo, að við lá að hann missti augað. Dómur Iians hljóðaði á þá lund, að í stað þess að hann var vanur að fara þrisvar í viku á kvikmyndahús, skyldi hann láta sér nægja eina slíka ferð og fyrir peningana, sem liann sparaði sér á þennan hátt ætti hann að bjóða tilteknum hlindum manni með sér á sunnudagshljóni- leika í Iiverri viku. Skömmu síðar hafði pilturinn bundizt nán- um vináttuböndum við blinda manninn og lagði allar óspektir á hilluna. Holzschuh leggur ríka áherzlu á að tengja eigi saman brotið og refsinguna, þannig að unglingurinn finni ljóslega að hann sé að friðþægja fyrir yfirtroðslu sína með því að leggja ]iað á sig öðrum til lieilla, sem honum er fyrirskipað. Sjálfsagt er að kvnna sér vel þessi mál og taka það upp sem bezt gefst. Einkennileg örlagaglettni 1 bók sinni um Þorstein Erlingsson, segir höfundurinn, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, á bls. 223: „Gerði Þorsteinn þá lieldur ekki ráð fyrir framhaldi lífsins eftir þessa örskömmu jarðvist? Nei. Hann var að sönnu liand- genginn þeirri hugmynd á unga aldri, áður en trú hans var sett „frá með lögum“ — eins og ljóst verður af tvennum eftirmæl- um hans: um Ólaf hróður hans og Pál Pálsson í Árkvörn. En þess verður ekki vart síðar, livorki í kvæðum hans né bréfum né ritgerðum, að trú á framhaldslíf eigi nein ítök í honum; liún liefur eflaust orðið samferða guðstrú hans út af heimsenda. Hann vissi líka fullvel, að boðun annars lífs var ein liöfuðaðferð klerkastéttarinnar til að halda alþýðu manna í skefjum fyrir yfirvöldin: „óguðlegt athæfi“ af hvaða tagi sem var átti vísa refsingu annars heims. Trú er einkanlega tilfinningamál; en Þorsteini liefur að auki þótt skynsamlegt að liafna eilífu lífi bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Með þeim liætti yrðu menn kröfu- harðari um bærilegt líf á jörðunni — hið eina sem þeir lifðu um allan aldur; og í sama mund var brotinn broddurinn af hót- unum klerkanna“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.