Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 20

Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 20
14 KIRKJURITIÐ liefði ekkert fé til að greiða kostnað, sem af þeim leiddi. Amt- maður studdi það, svo að meðmæli biskups með mér komu ekki að haldi. Sr. Jóhann Þorkelsson, sagði mér að meðhjálparinn hefði talað um að liann mundi ekki lesa bæn úr kórdyrum við þessar samkomur, „En éo; svaraði“, sagði sr. Jóliann, „að ég væri sjálfur fús að lesa bænina“. En þær féllu niður „af fé- leysi“. En þá flutti ég tíðar samkomur annars staðar í bænum. Svo tóku við sumarferðir mínar um Island, prédikanir smám saman í yfir 100 kirkjum og heimsóknir til flestra presta Is- lands, — að ógleymdum ferðalögum mínum 4. og 5. livert ár til ýmsra landa. Þær voru mér til óinetanlegrar endurnæringar í trúarlegu tilliti, — einkum þegar konan mín gat orðið sam- ferða. Hverju hefur þér veriS mest ánaigja aS vinna aS? Ferðalögunum á sumrin og tíðum heimsóknum til sorgar- lieimila á vetrum, meðan lieilsa mín leyfði. Síðustu árin eru það altarisgöngur á Ellilieimilinu Grund, þar sem altarisgestum liefir fjölgað smám saman miklu meira lilutfallslega en dæmi eru til liérlendis. Fyrsta prestskaparár rnitt 1943, voru þeir gestir 72, árið 1956: 1004, árið, sem leið: 2296 alls, enda þótt ég gæti ekki tekið beinan þátt í prestsstarfi þar um 3 mán- uði vegna veikinda minna. Sjálfhoðaliðar — bæði prestar og leikmenn, voru svo margir — í mörg ár, og þó fyrst og fremst Ólafur Ólafsson, kristnihoði, sem lengi liefir verið mín hægri liönd við allt starf mitt á Elliheimilinu. Viltu fœra tíSasönginn í forna mynd? Hefi ekki „söngeyra“, og er því ófær að svara þessari spurn- ingu ákveðið. Samt finnst mér fremur ólíklegt að guðsþjón- ustur yrðu áhrifameiri þótt tíðasöngur væri fluttur til liðinna alda. — Það þarf að rista miklu dýpra og í liverri stólræðu miklu meiri vitnisburð en nú er almennt. Svipað er að segja um blaðalestur presta, þótt ekki sé um liann spurt. Mér hefir aldrei fallið liann af ýmsum ástæðum, og finnst hreint ófært, þegar prestar þurfa að lesa upp skrifaðar bænir á stól. — En það þarf einnig að „rista dýpra“, til að gjöra ræðu áhrifaríka.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.