Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 30

Kirkjuritið - 01.12.1968, Side 30
492 KIRKJliUITH) meira að. Og þyrftu líka að' komast miklu meira á dagskrá en nú er. Það voru menn sammála um. Ein af samþykktum þingsins hneig að því að undirbúa nýtt fyrirkomulag á aukaverkagreiðslum presta. Hefur það lengi verið aðkallandi. Fleira skal ekki talið. Ætlunin sú ein að Iiamra enn á og undirstrika þá staðreynd að stofnun Kirkjuþingsins er merkasti kirkjulegur atburSur á þessari öld. Og eins og þjóðina varðar það miklu að vegs og virðingar Alþingis sé gaett, verða allir kirkjunnar menn í nútíð og framtíð að lialda uppi áhrifa- mætti og heiðri Kirkjuþingsins. Mönnum má ekki gleymast aðdáunarvert frjálslyndi og rétt- sýni íslenzkra löggjafa, er þeir veittu kirkjunni óskoraðan rétt í innri málum hennar. Mikið vantar á að kirkjur nágranna- landa vorra njóti enn slíks réttar. Yerða þar og tíðari árekstr- ar milli ríkis og kirkju en hér. Og oftar tæpt á aðskilnaði. Engum má lieldur úr minni ganga að þessi ómetanlega rétt- arbót kom ekki sjálfkrafa. Ivostaði aldar baráttu. Fyrir miðja 19. öld hóf Pétur Pétursson, síðar biskup, máls á því að Synod- an, sem þá var raunar nafnið eitt, fengi stóraukin völd og yrði reglulegt kirkjuþing. Og 1848 komst á fót nefnd að tilhlutan stiptsyfirvaldanna, sem lagði til að stofnað yrði Kirkjuþing* og ef Alþingi og kirkjunnar menn greindi á um kirkjuleg mál- efni, skyldi kirkjustjórnarráðið skera úr. Það var hálf krafa. Nú er fullu marki náð. Framtíðin mun sanna mikilvægi þess. Gömul alþýðuvísa Gott er að' treysta, Guð á l»ifr pleður það niannsins hjarta. Yfirgefðu aldrei inig, cngla-ljósið lijarta.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.