Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.02.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.02.1975, Blaðsíða 8
Hitaveitan stopp? Miklar fjárhags- þrengingar munu vera framundan hjá Hita- veitu Reykjavíkur, nema hún fái samþykkta hækk- un á gjaldskrá.sinni. Hitaveitan sótti um 9% hæk-kun til ríkisstjórn- arinnar fyrir um tveim mánuðum síðan, en rík- isstjórnin hefur ekki afgreitt málið enn, þrátt fyrir mikinn eftirrekstur af hálfu veitunnar. Fáist hækkunin ekki samþykkt, mun Hitaveit- an ekki treysta sér til að halda áfram fram- kvæmdum í Hafnarfirði á komandi sumri vegna fjárskorts. Övissan um af- greiðslu ríkisstjórnar- innar veldur þvi, að Hitaveitan hefur ekki treyst sér til þess að ganga frá samningum við þá verktaka, sem ætlun- in er að vinni við hitaveituframkvæmdir hér í bæ í sumar. Samningarnir voru til- búnir fyrir nokkru að undangengnu útboði, en undirskriftina vantar. Verulegur dráttur úr þessu getur haft þær afleiðingar að verkin tefjist. Nú er talið að upp- hitun frá Hitaveitunni kosti 25% af þvi sem kostnaður er við að kynda með oliu. Eftir hækkunina yrði kostn- aður við hitaveitu 27% af kostnaði við oliu- kyndingu. Þótt kyndi- kostnður sé þannig 3-4 sinnum lægri á Hita- veituvatni, lætur rikisstjórnin sig samt hafa það, að stefna framhaldi hitaveitu- framkvæmda i óvissu. Þetta er þeim mun furðulegra sem heyra má æ ofan i æ yfirlýsingar ráðamanna um að leggja eigi mikla áherzlu á framkvæmdir eins og hitaveitur, sem spari mikil oliukaup og þann gjaldeyri, sem i þau fer. Hefðu nú ýmsir haldið, að rikisstjórn- in áttaði sig á þessu, þegar hún rýnir á gal- tómann gjaldeyrissjóð- inn þessa dagana. Hér er á ferðinni mikið alvörumál, sem varðar þjóðarhag og þó sér- staklega hagsmuni Hafn- firðinga. Verður þvi ekki trúað að óreyndu, að rikisstjórnin stefni þessu mikla hagsmuna- máli i óvissu öllu lengur eða tefji fram- kvæmdir frekar. Ekki hefur farið fram hjá neinum að heldur þunglega horfir i atvinnumálum viða á landinu og er Hafnar- fjörður ekki undantekn- ing i þeim efnum. A seinasta aðalfundi Verkamannafélagsins Hlifar kom m.a. fram uggur um horfur i at- vinnumálum i bænum. Ljóst er, að það er skylda bæjarfélagsins að fylgjast vel með at- vinnuástandi og gripa til þeirra aðgerða, sem liklegastar eru til úr- bóta, þegar þörf krefur. A bæjarstjórnarfundi hinn 28. jan. s.l. komu þessi mál til umræðu, "k hafiö skal halda til veiöa," Þarna voru þa6 loönubátarnir, sem voru aö buast til veiöa. *Allt aö veröa klárt," segir Gunnbjörn viö Gunnar Hermannsson skipstjóra á Eldborginni. Xýr skóli fyrir Xoróurbæ ? HÉR SUNNAN 1 HVALEYRARHOLTINU A NÆSTI SKÖLI AÐ RÍSA. HVAÐAN EIGA NEMENDURNIR AÐ KOMA 1 ÞENNAN SKÖLA? JÖ, ÞEIR EIGA AÐ KOMA ÖR VÆNTANLEGRI BYGGÐ A SUNNANVERÐU HVALEYRARHOLTINU, ÞAR SEM BÆJARBRENNAN FRÆGA ATTI SÉR STAÐ 1 UPPHAFI ÞESSA ARS. ÞEIR EIGA AÐ KOMA AÐ MEGINHLUTA ÖR BÆJAR- HVERFUM, SEM EFTIR ER AÐ SKIPULEGGJA OG SlÐAN BYGGJA. VÆNTANLEGIR NEM- ENDUR A ÞESSU SVÆÐI VERÐA EF TIL'VILL 200. EN ÞAÐ LÍÐA MÖRG AR ÞANGAÐ TIL. A MEÐAN BÍÐA NEMENDUR ÖLDUTÖNSSKÖLA OG LÆKJARSKÖLA A UNGLINGASTIGI EFTIR SKÖLAHÖSNÆÐI. ÞAÐ SKAL SITJA A HAKANUM. VlÐISTAÐASKÖLI ER TVl- OG ÞRÍSETTUR OG EKKI'SÉÐ HVERNIG HÆGT ER AÐ KOMA NEMENDUM ÖR NORÐURBÆNUM ÞAR FYRIR A NÆSTU ARUM. KANNSKI STENST ÞAÐ A, AÐ iÞRÖTTAHÖSIÐ VERÐUR TEKIÐ I NOTKUN VIÐ VÍÐISTAÐASKÖLANN OG NEMENDUM ÖR NORÐURBÆNUM VERÐUR EKIÐ I SKÖLA SUÐUR FYRIR HVALEYRARHOLTIÐ.' ÞAÐ ER MEIRIHLUTI SJALF- STÆÐISFLOKKSINS OG FÖLAGS ÖHAÐRA BORGARA SEM. rAðið hefur ÞESSARI FRAMKVÆMDARÖÐ A skölabygging- UM I HAFNARFIRÐI. ÞEIR BERA ÞVÍ ABYRGÐINA A ÞESSUM VERKNAÐI, SEM ER EINSTÆTT HNEYKSLI 1 MEÐ- FERÐ OPINBERRA FJARMUNA. 09 þegar Kjartan Jóhanns- son lagði fram eftir- farandi tillögu fyrir hönd fulltrúa minr.i- hlutans i bæjarstjórn: Með tilvisun til öryggisleysis i at- vinnuhorfum, samþykkir bæjarstjórn Hafnar- fjarðar að fela at- vinnumálanefnd og/eða Atvinnumálastófnun Hafnarfjarðar (sbr. tillögur frá Verka- mannafélaginu Hlif), að láta gera könnun á starfandi atvinnufyrir- tækjum i bænum og skal stefnt að þvi að niður- stöður liggi fyrir eigi siðar en i lok þessa árs. Könnunin skal taka til afkastagetu fyrir- tækjanna, nýtingar hennar, starfsmanna- fjölda, hugsanlegra nýjunga og breytinga i framleiðslu og þjónustu 'og helstu vandamála hvers fyrirtækis. Þegar sú vitneskja liggur fyrir getur hún orðið grundvöllur að tillögum nefndarinnar og/eða stofnunarinnar um hvernig mest og bezt megi treysta og efla atvinnulif i Hafnar- firði,’ jafnframt þvi sem þessar upplýsingar ættu að verða bæjar- fulltrúum gott undir- stöðugagn við að fá sem gleggsta mynd af at- vinnulifi i bænum, ástandi þess og horfum. Sundlaug fæst ekki í Suðurbæ Við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár gerðu fulltrúar minnihlutans i bæjarstjórn tillögu um að varið yrði 425 þús. kr. til undirbún- ings sundlaugarbygging- ar i Suðurbænum. Full- trúar ihalds og óháðra íþrótta-og útivistar- svæði að Víðistöðum I skipulagi Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir iþrótta- og útivistarsvæði að Viði- stöðum. Skortur á þessari aðstöðu er nú orðinn tilfinnanlegur í bænum og þvi timabært að hefjast handa við undirbúning. I tillögum iÞróttaráðs um framkvæmdir á árinu 1975, var mælt með fjárframlagi til þessa undirbúnings og landakaupa. Með hliðsjón af þessu mælti Kjartan Jóhannsson fyrir tillögu, sem fulltrúar minnihlutans i bæjarstjórn stóðu að eru 2 milljóna króna framlag til kaupa og skipu- lagninga á svæðinu. Jafnframt lagði hann fram svohljóðandi'ályktunartillögu um málið frá bæjarfulltrúum minnihlutans: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur tima- bært að hefja nú þegar undirbúningsfram- kvæmdir við framtiðariþrótta- og útivistar- svæði Hafnfirðinga að Viðistöðum. Þvi sam- þykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að sjá svo um, að undirbúningur þessara fram- kvæmda verði þegar hafinn, svo sem með samn- ingum um landakaup og fleiru, svo framkvæmd- ir geti hafizt sem fyrst. Bæjarstjórn lítur svo á, að hugmyndasamkeppni um framtiðar- skipulagningu svæðisins sé æskileg". Meirihluti ihalds og óháðra visaði þess- ari ályktunartillögu til bæjarráðs, þar sem hún biður afgreiðslu. Hins vegar fékkst meirihlutinn ekki til þess að verja svo mikið sem einni krónu til verkefnisins og neytti afls sins til þess að fella tillögu minni- hlutans um fjárframlagið. felldu þessa tillögu. Þó lágu fyrir upplýs- ingar frá iþróttafull- trúa um, að mikil þörf væri fyrir þessa sund- laug og myndu t.d. um 1000 skólanemendur hafa not af henni um það leyti, sem hún væri tilbúi'n, ef framkvæmdir væru hafnar strax. Núverandi sundlaug ann- ar ekki meiri sund- kennslu en þar er nú og hafa skólarnir laugina til umráða kl. 8:30 - 17:00 alla virka daga nema laugardaga. Oþægindi skólabarna af þvi að sækja laug bæjarenda á milli eru mikil. Er þvi augljóst að ný sundlaug hlýtur að risa i Suðurbænum, en vatn frá hitaveitu mun gjörbreyta aðstöðu til þess að reka sund- laugar i bænum. Þess- ari þörfu framkvæmd þarf þvi að koma i verk sem allra fyrst.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.