Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 4

Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 4
4 KÁRI lögregluþjónninn það loks eftir að við gengum til bans. Þáverandi bæjarfógeti Jón Magnússon, sem nú er forsætisráðherra, tjáði mjer þá, að hann hefði fengið skipun frá stjórnarráðinu um að hneppa mig og annan mann tafarlaust í varðhald og mundi það vera eftir kæru frá Páli Jóns- syni í Seljatungu. Annars væri málið sjer enn þá lítt kunnugt, en skipun stjórnar- ráðsins væri svo ströng, að fram hjá henni gæti hann ekki gengið. Jeg reyndi að sýna honum fram á hvað í húfi væri fyrir mjer, ef hann hjeldi fast við áform sitt, heilsa min andleg og líkamleg, íjárhagsleg eyði- legging og fremur öllu öðru, að analegt heilsufar konu minnar væri þannig á sig komið, að yfirvofandi hætta væri á að hún yrði vitskert, ef mjer væri þannig fyrirvara- laust svift frá heimili minu og að minnsta kosti yrði alger upplausn á heimilislifi mínu óumflýjanleg afleiðing þess, ef jeg þá væri hneptur i varðhald. En hann kvaðst þegar hafa beðið um leyfi til að fresta málinu til næsta dags, en þvi verið þver- neitað, við skyldum verða settir inn sam- stundis og gæti hann þvi eklíi annað gert en að hlýða þeirri skipun. Þótt jeg nú viti betur, þá trúði jeg honum i þetta sinn og Ijet þá svo vera. Næsta dag var jeg tekinn fyrir rjett og fjekk þá að vita að jeg væri sakaður um að hafa falsað nafn Jóns Erlendssonar á fyr umgetið skuldabrjef. Ennfremur fjekk jeg nánari greinagerð á því, að Páll sonur Jóns Erlendssonar, sá, er keypt hafði bú hans haustið áður, talið fram eftirlátnar eigur hans við uppskriftina á búinu og gert kröfu fyrir hönd erfingjanna, þar á meðal síns sjálfs i búið fyrir á tjórða þús- und krónur, stæði á bak við þetta atferli gegn mjer. Jeg bað nú um að mega sjá eða heyra þá kæru, sem komið hefði máli þessu á stað, en því eyddi bæjarfógeti að því sinni. Gaf jeg svo skýrslu mína i mál- inu, sem vert er að geta, að siðar var stað- fest i öllum höfuðatriðum af vitnum, sem leidd voru i málinu og öllum bar saman, nema þeim, sem skyld voru eða vanda- bundin Jóni Erlendssyni. í hvert skifti, sem jeg kom fyrir rjettinn ámálgaði jeg að fá að sjá kæruna, sem jeg hefði verið tekinn ettir, en ávalt eyddi bæjarfógetinn þvi, þangað til loksins að hann sagði að jeg yrði sendur austur að Stokkseyri til samanburðar við vitni og þá skyldi hann sjá um að kæran yrði látin fara með. , . Jeg var nú sendur austur á Eyrarhakita, að vísu ekki i járnum, en undir strangri gæslu. Þegar jeg kom til Eyrarbakka, tók þar á móti mjer Eiríkur sýslumaður Einars- son með fiokki manna harðsnúnum. Ilaíði hann, er hann frjetti lil i'erða minna látið viggirða hús eitt í þorpinu me^ járnslám og öðrum útbúnaði og var jeg vistaður þar um nótíina. Næsta dag Ijet Eiríkur mig koma fyrir rjett og voru þar þá komnir alimargir menn úr bygðarlögunum í kring. Ilöfðu þeir skrifað nöfn sín á skuldabrjef það, sem jeg var ákærður fyrir að hafa falsað og hafði Eiríkur i hinum fyrri leiðangur sínum, sem framan er nefndur, látið þá synja fyrir að hafa skrifað nöfn sin á það skjal. Kom það nú á daginn, að þeim hafði alls ekki verið sýnd eiginhandarnöfn þeirra á hinu upphaflega skjali, heldur höfðu þeir að eins fengið að sjá eftirrii af þvi og gátu því með sanni sagt að þau nöfn, sem þeim voru sýnd, hefðu þeir alls ekki skrifað. — Mjer er ekki kunnugt um hvort þessir aumingjar hafa haldið, að þeir að eins ættu að segja til um, hvort þeir hefðu skrifað þau nöfn, sem þeim voru sýnd eða þeir hafa haldið að frumril skjalsins væri glatað, þegar ekki var annað en svo kallað efiirrit í rjettinum og sjer væri þess vegna óhætt að þræta fyrir að hafa skrifað nöfnin. En söm er hin takmarkalausa ósvifni, lieimska og varmennska þeirra sem með málið t'óru, þannig að gera tilraun til þess að sanna skjalafölsun á saklausan mann með eftirriti af þvi skjali, sem þeir vildu sanna að væri falsað. — Menn þeir, sem

x

Kári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kári
https://timarit.is/publication/480

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.