Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 8

Kári - 17.08.1918, Blaðsíða 8
8 KÁRI mannanna, formaður Brunabótafjelags ís- lands, Sveinn Björnsson eigi einungis hefur verið svo bíræfinn að draga naín mitt fram í skjölum málsins og í skjóli þess, að jeg kæmist eigi á snoðir um það, af því að mjer var eltki stefnt í málinu, brigslað mjer um svik og fjárdrátt, heldur hefur hann verið svo ósvífmn að bera hinar sömu sakagiftir á Sparisjóð Árnessýslu, þótt það sje alkunnugt að fyrir þeirri stofnun ávalt hafa staðið og standa mestu ágætis og sómamenn. Þó að dómstólar og dómarar sjeu ljelegir hjer á landi, þá er þó óliklegt að dómarar sjeu þeir fábjánar að láta fúlmennsku illyrði um óstefnda menn verka á úrslit mála, svo það getur ekki verið gróðavænlegt- fyrirtæki fyrir mála- færslumenn að selja sæmd sína því verði eins og Sveinn hefur gert í þessu máli. Það skal sagt yfirdómnum til hróss, að i forsendum dóms hans er nafns míns alls ekki geíið og því er fyrsta frásögn Morg- unbl. frá 26. júní fölsk. Öðru máli er að gegna með Boga Brynjólfsson, sem kvað upp undirrjettardóminn. Hann hefur gleypt úlflaldann með hárinu eins og vænta mátti af honum og rubbað upp öllum svívirðing- unum, sem Sveinn í málskjölunum hefur ausið yfir mig og Sparisjóðinn í forsendum dómsins. Þess skal getið, að hús þau og mann- virki, sem voru í kaupi Jóns Steingrims- sonar, er hann keypti búið í Gaulverjabæ, voru siðast liðið haust seld landsstjórninni á 6000 kr. að því er eg best veit. Þar að auki voru í kaupunum um 30 stórgripir, eitthvað af sauðfje og allir búshlutir, hús- gögn og innanstokksmunir, m. ö. o. all lifandi og dautt, sem Jón Magnússon átti í Gaulverjabæ, en alkunnugt er, að bú Jóns Magnússonar var eitt af stærri búum sýsl- unnar. Jeg ætla því að gefa ritstjóra Morg- unbl. þann sama kost, sem hann gaf mjer, að íhuga það með sjálfum sjer, hvort Jón Steingrímsson hafi eigi í raun og veru gert góð kaup og hvort honum, ritstjóranum muni eigi sjálfum vera íyrir bestu að íhuga / lítilsháttar hvað hann birtir í blaði sínu og hlaupa ekki eftir hverjum seppa, sem geltir i eyra hans. Erasmus Gíslason. Frjettir. Oddur Gíslason, yfirrjettarmálaflutningsmaður, hefur nú selt húseign sína A. V. Tuliníusi lijer í bænum og að sögn ráðstafað öðrum eigum sínum, og það hefur heyrst að hann ætli að tlytja af landi burt, sumir segja til Danmerkur, aðrir halda því fram að hann fari til Vesturheims á meðan verið er að leita að sakamálskæru, sem tapast hefur úr sljórnarráðinu. IG verður fyrst um sinn ad hitta á Hótet ísland, (herbergi nr. 15), og bið jeg þá, sem kgnnu að vilja hitta mig að máli, að snúa sjer þangað. Virðingarfglst ERASMUS GÍSLASON. Ábyrgðarmað ur: Erasmus Gíslason. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Kári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kári
https://timarit.is/publication/480

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.