Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 44

Leiftur - 01.01.1915, Blaðsíða 44
42 I. E I F T U R Barsmíð i beklinum. Sögn Hallgríms bónda Níelssonar á Grímsstöðum á Mýrum. Það bar við snemma morguns. Vinnuhjú mín, Guð- liði Hafliðason og Halldóra Grímsdóttir, voru í eldhús- inu. Bæði hafa þau verið hjá mér um 20 ár, og stöðugt reynst ábyggileg og vönduð. Guðliði sat á trébekk, en Halldóra stóð við eldavélina og var að hila morgun- kaffið. Þá heyra þau bæði mjög glögglega, að þrjú högg eru barin í bekkinn, er Guðliði sat á. Rétt á eftir kom Bjarnþór hóndi Bjarnason, þá hóndi að Grenjum. Var hann vel kunnugur og gekk rakleitt inn í eldhúsið. Settist hann þegar óboðinn á bekkinn, nákvændega á sama stað og þau heyrðu höggin koma frá. Sa<>nif um dýr. Svipur Skjónu. Sögn frú Elísabetar Sigurðardóttur á Stóra-IIrauni. Eg ólst upp hjá foreldrum mínum, er hjuggu í Syðra- Skógarnesi í Miklaholtshreppi. Þegar eg var um 12 ára að aldri, veiktist skjótt hryssa, sem þau áttu. Var ráðið af að farga henni um haustið, þótt folald gengi undir henni. Féldc hóndinn á Stóru-Þúfu hana til afsláttar. Sett var upp að hann léti skjóta hana samdægurs og hann fékk hana. Vissu menn eigi annað en það hefði verið gert. Á þriðja degi frá þessu, nær rökkursbyrjun, var eg stödd úti á hlaði. Sá eg þá hvar Skjóna kom og var þá vel 200 metra frá mér. Geklc hún vanalegan lestagang og heim að húsinu, sem folald hennar var inni i. Stansaði hún þar við dyrnar. Eg gekk svo inn til að segja að Skjóna væri komin og stæði við hest-

x

Leiftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leiftur
https://timarit.is/publication/483

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.