Kristniboðinn - 01.05.1933, Blaðsíða 2

Kristniboðinn - 01.05.1933, Blaðsíða 2
2 KRISTNIBOÐINN 'er, áður en varir, úti um alt heiðingja- trúboð. Og hví skyldu lærisveinar Drott- ins bera meiri umhyggju fyrir þeim, sem sitja í myrkrinu í Asíu, heldur en þeim sem alveg eins er ástatt um hér heima? Pessi orð mín ber þó ekki að skilja svo, að ég vilji, að heiðingjatrúboðið sé lagt á hilluna og aðeins unnið að heima- trúboði. Nei, en ég vil, að lögð sé rík áherzla á heimatrúboðið, til þess að efla og tryggja heiðingjatrúboðið. Pað er engin hætta á því, að þar sem lifandi heimatrúboð er, að þar sé gengið fram hjá heiðingjatrúboðinu. Þá gæti skóg- urinn eins hætt að laufgast í yl vor- sólarinnar. En sé hins vegar ekki lögð áherzla á að efla og styrkja lærisveina- hópinn heima fyrir, »í Jerúsalem«, þá hverfur súrdeigsmáttur safnaðarins — og þá er úti um alt trúboð. Þá hefir söfnuðurinn svikið Drottinn sinn og Frelsara. Og áður en varir gæti farið svo, að »ljósastika hans væri færð úr stað« (Op. 2. 5). Hér er því um líf og dauða að tefla. Drottinn Jesús! Gef þínum lærisvein- um náð til að vera brennandi og skín- andi lampi »í Jerúsalem«. Amen. Valgeir Skagfjörð. Samkomuhúsið „Betanía“ var vígt 9. ágúst 1931. Kristniboðsfélögin í Reykjavík, eiga það hús og hafa haldið þar fundi sína hvort fyrir sig tvo daga í hverjum mánuði. Kristniboðsfélag kvenna annan hvorn föstudag og kristniboðsfélag karlmanna annan hvorn mánudag. Margt annað starf hefir farið fram í húsinu, þar á meðal vakningavikur báða veturna 1931—’32 og 1932—''33. Voru þær vel sóttar. Auk þess hafa með- limir félaganna komið saman á hverj- um sunnudegi til bænahalds, og fundir verið haldnir með nokkrum smámeyj- um til að fræða þær um kristniboð. Ung- ir menn hafa líka stofnað sérstakt kristniboðsfélag með sér og halda sina fundi í húsinu vikulega. Kvöldsamkomur hafa verið haldnar kl. á hverju sunnudagskvöldi og hafa þær einatt verið vel sótt- ar og eru mörgum orðn- ar kærkomnar. Reynt hefir verið endur og sinn- um að halda biblíulestra í húsinu, en sú tilraun er ekki enn komin á fast- an fót. Söngfélag var stofnað á síðastliðnum vetri, bæði af meðlimum félaganna og utanfélagsfólki og hef - ir það komið saman til æfinga í húsinu og sung- ið við og við í þarfir fél- aganna Af öllu þessu má sjá, að húsið hefir ekki að ófyrirsynju verið keypt, því sú hefir orðið raunin á, að það hefir stórum greitt fyrir vexti og viðgangi kristilegrar starfsemi. íeríaprtiihii oi félapstarf. Eftir Ölaf Ólafsson kristniboða. Aldrei hafa verið meiri möguleikar fyrir, að byrjað gæti »reglubundið trú- boð hér innanlands« en einmitt nú. Bæði prestar og alþýða líta nú alt öðrum augum á starf leikmanna að kristindómsmálum, en átti sér stað fyr- ir nokkrum árum. Eigum við það fyrst og fremst að þakka þeim, sem brutu ísinn og hófust handa þrátt fyrir skiln- ingsleysi og andúð alþjóðar. Frumherj- ar Hjálpræðishersins, K.F.U.M. og innratrúboðsins, eiga því óskifta virð- ingu allra trúaðra manna hér á landi. Víðast hvar út um land er enginn skortur á samkomuhúsum. Kirkjuhús- in eru tilvalin. Þau standa ónotuð alla daga ársins. Hve mörg kirkjuhús standa ónotuð á helgum dögum, er mér ókunn- ugt um, en þau munu skifta hundruð- um. Gefur því að skilja að prestar og söfnuðir eru þakklátir fyrir heimsókn- ir leik-prédikara jafnt og lærðra, sem óhætt er að bera traust til. Það skiftir þó mestu máli, að búið er að stofna félagsskap 'v þeim tilgangi að kalla og senda menn til starfs í guðs- ríki, bæði á meðal heiðingjanna og heima fyrir. Sé félögum okkar gefin sú djörfung af Guði, þá skal þau hvorki skorta menn né muna. Aðstæðurnar eru nú betri einnig að því leyti en áður, að menn eru fúsari til að styrkja kristi- lega starfsviðleitni fjárhagslega, og starfshæfum mönnum er sífelt að fjölga. Hversvegna hafa svo fá kristileg fé- lög verið stofnuð á Islandi? Og eru nokkrir möguleikar fyrir að þeim geti fjölgað? Eflaust stafar framkvæmdaleysi okk- ar í trúmálum fyrst og fremst af trú- ardeyfð, sem er alvarlegs eðlis, sé fult tilliti tekið til kringumstæðanna. ts- lendingar eru trúhneigðir, ekki síður en hinar Norðurlandaþjóðirnar. En þeir hafa öðrum fremur vanrækt trúargáf- una, enda höfum við ekki að öllu leyti verið undir sömu trúarlegu áhrifunum og flestar aðrar þjóðir evangeliskrar kristni. Við höfum goldið einangrunar- innar og oft og einatt farið á mis við hollar trúarhreyfingar, en máttum þó sízt við því. Af ókunnugleik gerir almenningur sér eðlilega rangar hugmyndir um skip- un og vinnubrögð kristilegra félaga. Er því mjög æskilegt, að félög, sem unnið hafa um lengri eða skemri tíma, láti heyra frá sér öðru hvoru. Þið getið naumast með öðru móti betur stutt að því, að félögum fjölgi út um land. Það er skiljanlegt, að sárfáar mann- eskjur hiki við að stofna með sér kristniboðsfélag. Þarf mikla djörfung til þess, því svo er það óvenjulegt, að það mundi vekja almenna eftirtekt. En það ætti þó öllum að vera Ijóst, að skorti okkur kjark og trúardjörfung, til að byrja slíkan félagsskap í smáum stíl og fáliðaðir, þá er lítil von um að hér verði stofnuð fleiri félög. Enda er þess að gæta, að flest kristniboðsfélög, bæði hér og erlendis, hafa byrjað með sár- fáum meðlimum. Nú ríður á, umfram alt, að við ger- um þetta aðaðalefni bæna okkar, þetta tvent,: Að Guð veki sér upp votta á Ts- landi, sem séu honum útvalin verkfæri, og að trúað fólk um land alt sameinist, »sér til trúarstyrkingar og eflingar lif- andi kristindómi«. »Takið yður nýtt land til yrkingar,« segir Drottinn, »þar eð tími er kominn til að leita Guðs yðar, til þess að hann komi og láti réttlæti rigna yður í skaut«. —„x-x- --- Undir yfirráðum. (Eftir Kaj Jensen) Undir yfirráðum er víst ekki kjör- orð nútímans. —: Frelsi er fegursta orð- ið, sem nú þekkist í heiminum. En hvaö þýðir svo þetta orð: frelsi fyrir öllum fjöldanum? Það þýðir, að ég geri það, sem sjálfum mér líkar bezt. Ég læt skeika að sköpuðu. Ég vil njóta alls hins bezta, er heimslífið hefir að bjóða, og fari svo að öðru leyti eins og fara vill. Hvað eftir annað megum vér undr- ast blindni mannanna. Því sé það nokk- uð, sem, vægast sagt, er ósatt, þá held ég að það sé fullyrðingin sú, að nútíma- maðurinn sé ekki undir neinum yfir- ráðum. Ef það er nokkuð, sem menn ekki hafa hug til, sem menn blátt áfram þora ekki að vera á vorum dögum, þá er það frjálsbornir menn með sjálf- stceða hugsun og framkvæmdir. Jú, menn eru sannarlega undir yfirráðum, og það ströngum yfirráðum. Vér skulum nú athuga það dálítið nánar: Yfirráð peninganna. — Tímarnir, sem vér lifum á, eru allir gengnir úr skorð- um í fjárhagslegu tilliti og orðið »kreppa« er á allra vörum; enginn veit

x

Kristniboðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristniboðinn
https://timarit.is/publication/510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.