Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 5
BEN HÚR. 245 áhyggjufull, «eða hví ertu annars vopnaður, sonur minn?» «Við verðum ef til vill að verja manninn frá Nazaret.» «Fyrir hverjum?* <Eigi að eins fyrir Rómverjum, móðir mín. Rabbíarnir ákæra hann fyrir stórglæp. Oum- skornir menn eru í hans augum jat'nir Oyð- ingum, rétt-trúuðum Gyðingum. Hann prédik- ar nýja kenningu . . . en komdu nú.» Hann kallaði á Arabann, og bauð honum að ríða hestunum til Betesda-hliðsins og bíða hans þar. Svo hélt hann á stað með þeim mæðgunum og Ömru yfir hneykslunarfjallið og í áttina til bæjarins. Heim þorði hann ekki að fara með þær, fyr en prestarnir væru búnir að skoða þær og úrskurða þær heilbrigðar. En svo nærri heimili sínu vildi hann hafa þær, sem hægt var. Þær gengu rösklega, og fundu gröf eina nýja, nálægt gröf Absalons, rétt við Kedronslækinn; þar urðu konurnar eflir, og biðu þess að Ben Húr gerði ráðstafanir þær, er þurfa þætti. Hann hafði hraðann á, og kom aftur innan stundar með tvö tjöld. Reisti hann þau spölkorn fyrir austan konungagrafirnar. Þar áttu þær að vera í tjöldum fyrst um sinn. Eftir því, er lögmálið sagði, var Ben Húr orðinn óhreinn, við þaðað rækja þessar skyld- ur sínar; þorði hann því ekki að taka þátt í páskahelgihöldunum, er þá voru í vændum. Svo hélt hann til þar úti hjá fólki sínu. Rau höfðu margt að segja hvort öðru, og urðu þær mæðgurnar að segja nákvæmlega frá öll- um raunum sínum. Hann hlustaði á með mesta athygli. Hatrið til Róms fór alt af vaxandi í huga hans. Honum duttu ótal ráðíhug;hann ætlaði að efla uppreist í Galíleu, og ráðast á rómverska ferðamenn á vegunum En svo sá hann það vel, að engin von var um sigur á Rómverjum, nema allur ísrael risi upp eins og einn maður, Annars ekki. Og svo hvarf hugur hans til mannsins frá Nazaret. Rað var svo að sjá, sem hana hefði mátt til að koll- varpa heimsveldi Rómverja, til að umbreyta heiminum, og gera alt mannkynið að einni, stórri, farsælli fjölskyldu. Rað mundi koma miklum hreyfingum af stað, ef hann kæmi fram og boðaði þetta erindi : «Heyr mál mitt, ísra- el, eg er sá konungur Gyðinga, sem guð hef- ir heitið þér.» Og var nú ekki þetta einmitt það, sem maðurinn frá Nazaret ætlaði að gera, þrátt fyr- ir alt? Hafði hann ekki farið dult með allar fyrirætlanir sínar þangað til hentuga stundin var einmitt nú upprunnin? ísraelsmenn höfðu streymt saman frá Miðjarðarhafslöndunum frá Indlandi, frá nyrztu löndum Evrópu, til þess að halda helga páskahátíðina í Jerúsalem. Reg- ar Galíleumenn ætluðu að gera hann að kon- ungi norður við Genezaretvatnið, voru ekki nema fáar þúsundir til að styðjast við. Hér var öðru máli að gegna. Hver var fær um að telja allan þann her, sem hér yrði viðbúinn, þegar kallað yrði til vopna og brautargengis. Og Ben Húr komst á þá niðurstöðu, að maðurinn frá Nazaret byggi yfir stórfeldum byltingum og hygði á hernað og styrjaldir, þótt hann léti lítið á sér bera. Meðan Ben Húr hélt til í tjaldinu, komu oft til hans menn, og spurðu eftir honum og töluðu við hann á laun. Ætíð, þegar móðir hans fór að spyrja, hverra erinda þeir kæmu, svaraði hann: «Pað eru kunningjar mínir úr Galíleu.» Reir færðu honum fregnir um mann- inn frá Nazaret, og svo hvað þeir höfðust að, óvinir háns, rabbíarnir og Rómverjar. Ben Húr vissir um það, að undirbúningur var með það að sitja um líf hans. En það vonaði hann,nú um hátíðina mundi að minsta kosti vera drátt- ur á því, bæði af því að fólkið hallaðist svo að honum, og af því að slíkur fjöldi útlendra manna var í borginni. Og svo gat hann gert tákn og furðuverk; hver mundi geta neytt hann eða kúgað —hann sem virtist vera herra lífs ©g dauða. XII. Allir þessir viðburðir fóru fram dagana frá 21. til 25. marz eftir voru tímatali. Að kvöldi hins 25. marz gat Ben Húr ekki setið á sér lengur. Hann varð að fara inn í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.