Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1908, Blaðsíða 9
BEN HUR. 149 Hvers konar maður var hann annars? Hverj- ar voru íyrirætlanir hans? Hann sneri sér frá brjóstvörninni, þar sem hann hafði staðið og horft ofan, og gekk út að garðsalnum. «Reir mega gera hvað þeir vilja» hugsaði hann með sér. Eg læt ekki undan Rómverjum. Hleypum þá heldur Galí- leunum upp, og berjunist upp á líf og dauða. Ef við berjumst hraustlega, þá koma hinar kynkvíslirnar með. Sá sem gaf oss Móses, gef- ur okkur annan foringja nú. Ef það verður ekki maðurinn frá Nazaret, þá verður það ein- hver annar. Nógir eru til, sem eru fúsir á að deyja fyrir frelsið.» Rað var að eins dauf birta inn í garðsaln- um. Hann sá, að hægindastóll Símonídesar stóð þar, sem sjá mátti út yfir torgið og grendina þar. «F*á er hann kominn heim,» sagði Ben Húr við sjálfan sig, «en getur verið hann sofi.» Hann gekk hægl inn, og færði sig nær, og gægðist fram með háa bakinu á hægindastóln- um. En það var ekki Símonídes, sem í honum sat, heldur Ester. Hún svaf. En hvað hún var raunaleg, og þó svo góðleg, svo sakleysisleg, svo trygðarieg. Við og við var eins og hún andvarpaði —eins og hún hefði ekki leitað sér hvíldar fyrir þreytu sakir, heldur þjáninga. Hann stóð þar lengi, studdist fram á stól- inn og horfði á hana. Einu sinni laut hann niður, eins og hann ætlaði að kyssa hana á hárið eða ennið —en svo gekk hann í burtu jafnhægt og hann hafði komið, og fór sömu leið og hann kom. XIII. Strætin voru full af fólki, sem voru á gangi fram og aftur, eða hópuðust í kringum eldana; en við þá var verið að steikja ket, og var bæði sungið og spjallað á meðan. Ylmurinn af steiktu keti og sedrusviði, sem var að brenna, fylti loftið. Á meðan hátíð þessi stóð yfir, fanst öllum ísralsmönnum, að þeir væru bræður og og gestrisnin var almenn meðal allra. Ben Húr gat ekki annað en heilsað og heilsað, og al- staðar, hvar sem eldstæði var, var honum boð- ið að borða með. Hann þakkaði fyrir, en hraðaði ferð sinni áfram, sem hann mátti, til gestahússins, þar sem hestur hans var geymdur. Alt í einu sá hann að heil röð af blysum var á ferð, en kom á móti honum. Honum brá — og það því meira, er hann sá, að þar blik- aði á rómverska spjótsodda innan um blysa- Ijósin og blysareykinn. Hvað svo sem kom rómverskum hermönnum það við, þó að Gyð- ingar héldu páskahátíðina? Hann stóð kyr, og ætlaði að lofa þessum hóp að komast fram hjá. Rað var hvorttveggja, að það var tungls- Ijós, og svo lýsti af eldunum, sem páskalamb- ið var steikt við, Samt héldu margir á ljósker- um. Þrælar báru bæði blysin og Ijóskerin; voru þeir vopnaðir með bareflum, en sumir með broddstöfum. En þá sem stóð, var svo að sjá, sem þrælarnir hefðu mest að hugsa um það, að vísa rabbíunum og öldungunnm leið, hvar skárst var að fara innanum grjótið á veginum. Hvað hafði þessi flokkur manna að þýða? varla voru þeir á leið til musterisins, —þeir hefðu þá farið aðra leið. Og hvað áttu þessir her- menn að gera? Meðal þeirra fremstu í hópnum voru þrír menn, sem Ben Húr tók sérstaklega eftir. Sá, sem var til vinstri handar, var einn af höfuðs- mönnum musterisvarðarins, en sá sem var til hægri var, einn af prestunum. En liver var í miðið? Hann hékk þunglamalega á handlegg þess, er með honum gekk, og var svo niður- lútur, að eigi var auðið að sjá í andlit hon- um. Hann dragnaðist á stað eins og maður, sem verið væri að draga á pínubekkinn, eða þá til aftökustaðarins.. Hver gat það verið? Ben Húr gæddi gönguna, og komst fljótlega samhliða prestinum og hélt í við hann. Hann sá manninn, er í miðið var, líta upp, ogféllþá blysbirtan í andlit honum. Rað var fölt og af- myndað, og augun sem á flótta. Hann hafði kynst þeim, sem næstir stóðu manninum frá Nazaret, er hann var með, svo að har.n þekti þá. Og þegar hann leit í þetta afmyndaða andlit, slapp ósjálfrátt af munni hans: 32

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.