Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 7
JAKOA ÆRLEGUR. 55 undarlega á vatninu. Eg sé hætturnar, sem um- kringja okkur, og þó er eg rólegur. Eg finn að eg hef ekki lifað óguðlegu lífi, og get því óttalaust vogað lífi mínu út á hafsins víða djúp. En — hvað er drengurinn að búa til — þetta er ilmandi lykt.« ■ »Lobscous,« svaraði eg, »og það þykir ætíð góður matur.« »Eg man ekki eftir því orði — af hverju er það leitt, vinur?« »Hvað er það, herra?« sagði gamli Tumi. »Og það er lubbakássa á latínu, þér megið reiða yður á það,« sagði litli Tumi óg hrærði í matnum með trésleif. »Maturinn er til. Eigum við að hleypa akkerum, eða blása fyrst til matar?« »Bezt að hleypa akkeri, drengir; fjaran er bráðum úti og svo er byrinn í móti.« Tumi og eg fórum fram, hefluðum stór. seglið, losuðum til og hleyptum akkerinu. Skút- an vatt sér þegar undan straumnum. Skóla- meistari var hálfutan við sig, og horfði stein- hissa á mastraskóginn, þegar kom ofan fyrir Lundúnabrúna, og æpti alt í einu með hárri röddu: „Parce, precor, periculosum est (Eg bið inniiega, vægðu mér, þetta er lífsháski).* »Tö!um nú ekki um annað en að sýna matnuin sóma; því að ekki förum við af stað aftur fyr en með morgni. Byrinn er beint í stefnið, og eg er viss um að hann hvessir. Það er meir en lítið far í loftinu. Nú skulum við fá okkur glaða stund, og þér skuluð fá ósvikinn yðar skamt af groggi áður en þér farið í bólið.« »Eg hef áður heyrt talað um þann drykk °g hefði gaman af að smakka hann,« sagði skólameistari og séttist á lúkubarminn. Svo settumst við að mat og varð ekki betur séð en skólameistara féllist hið bezta á ketrétt okk- ar; svo þegar máltíð var lokið, tók litli Tumi sarnan matarílátin og eldhúsgögnin, lét seppa birða leifarnar og þvoði svo upp. Svo bar bann alt ofan í káetu og sótti flöskuna og Pjáturbikarana til þess að hefja drykkjugildið. »Gerið þér svo vel, herra minn, hérna er einn groggbolli, sem er svo ósvikinn að járn- nagli mundi fljóta í honum. Reynið þér nú, hvort hann getur ekki mýkt úr hrukkunum í yðar gamla hjarta.« »Já,« bætti Tumi litli við, »og stæia alla yðar vöðva, svo þeir verði harðir eins og strengdur kaðall.« »Eg skal búa til groggið handa þér sjálfur Tumi karl; fáðu mér flöskuna, þorparinn þinn.« íRú ræður því, faðir minn,« svaraði Tumi og rétti honum höndina, »en mundu eftir því að hafa ekki mikið af blessuðu vatniriu; blandaðu eins og þér þykir vænt um mig til.« Garnli Tumi bjó nú til groggið handa þeim feðgum, og eg þarf víst ekki að skýra frá því, hvor þeirra var betur úti látinn. »Jæja, faðir minn, þú heldur að groggið hrökkvi ekki, enda er nú ein flaska ekki mikið handa fjórum.« »Ein flaska? Eins og það sé ekki önnur til niðri í skápnum, asninn þinn!« »Ja, þá ertu víst farinn að sjá tvent, faðir minn.« Gamla Tuma varð bilt við þessi tíðindi, datt ef til vill í hug að Tumi hefði náð í flöskuna, spratt upp og ofan til þess að sjá, hvort Tumi segði satt. Þetta var einmitt það, sem.Tumi vildi. Hann hafði óðara bikaraskifti við föður sinn og sat svo og datt hvorki af honum né draup. »Jú, það er önnur flaska til, Tumi,« sagði karl þegar hann kom aítur. »Eg vissi það. En hvað þú gerðir mig hræddan, ótóið þitt,« og gamli Tumitók bikarinn sinn og fór að smakka; »nei, hva — hvað er þetta? hvað hef eg verið að gera?« sagði liann og bætti meiru rommi í. »Ertu að bæta í hjá þér?« sagði litli Tumi, »æ, bættu ögn í hjá mér líka — þetta er tómt vatnsgutl, og eg er ekki í skammarkróknum.« »Ónei, karl minn, þú hefur nóg — hvernig felst yður á drykkinn, gamli maður?« »Þetta er í sannleika ilmandi og ginnandi drykkur; lítið á, eg er kominn í botn á drykkj- arkerinu mínu.« »Eg skal láta í það aftur. Eg sé að þér

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.