Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 18
66 NYJAR KV0LDV0KUR bræðra sinna — eg þekti þá —er mér ekki líft. Við verðum bráðum sameinuð aftur. Biðjið yf- irhershöfðingjann að lofa okkur að hvíla sam- an í —einni—gröf —Fa —time —.« Hann var dáinn. Síðasta bæn hans var uppfylt. Laroche og Fatime blunda bæði saman undir pístasiunum í Mitilfa til hins síðasta dags. Fjórutn dögum síðar riðu þeir bræðurnir, Elab, Jússúf, Rúss og Ardent inn í herbúðir sínar og gengu í tjald föður síns. »Herra minn og faðir,« sagði Elab, »boði þínu hefur verið fullnægt.« »Öll dauð?« »011 þrjú.« Höfðinginn sneri sér undan. »Eg þakka ykkur, Allah blessi ykkur.« Reir fóru út með niðurlútum höfðum. »E1 Ghezir sá þá ganga út og sagði hróð- ugur: »Nú er mín hefnt. Hryssunnar og konunnar gat eg engum öðrum unt. Svo skal fram halda.« Árið síðar gafst Abd-el-Kader upp fyrir Frökk- um. —— Frá ferðum Sven Hedins. Niðurl. Svo héldum við hægt og hægt í austurátt. Islam teymdi úlfaldana alla fimm á undan, Kasim rak á eftir og eg reið þeim hvíta. Á brún næsta sandhóls léit eg aftur til heljará- fangans, eins og til að kveðja hann; svart tjald- ið bar við loft, því að enn var lítill glampi á vesturhimni. Eg varð feginn, þegar tjaldið fór í hvarf — þar voru tveir félagar mínir og biðu eftir hjálp, þangað til dauðinn kæmi og frels- aði þá og færði þeim vatn úr streymandi lind- um paradísar. Koldimm nóttin var framundan okkur. Rað gekk hörmulega seint, en þó komumst við yfir nokkra sandhryggi. Á einum þeirra datt annar bjölluúlfaldinn. Teymingurinn var leystur af honum og hann varð eftir í myrkrinu. Við sá- um ekki hvað við fórum við stjörnuskinið, en altaf stöðvaðist ferð okkar af háum sandöldum. Eg fór af baki og gekk á undan með logandi Ijósker í hendi, en gekk hratt og varð svo alt- af að bíða við og við eftir hinum. Lfndir kl. 11 lagðist eg niður á sandöldu. Grafarkyrð og helmyrkur grúfði yfir. Eg heyrði ekkert nema hjartsláttinn úr sjálfum mér og við og við hringdi síðasta bjállan. Islam Bey kom re/kandi á eftir og sagði að nú kæmist hann ekki Lngra, nú ætlaði hann að fleygja sér nið- ur hjá úlföldunum og deyja. Nú varð að ráða eitthvað af. Við höfðum brotið skip okkar úti á reginhafi, og urðum að láta skipræfilinn eftir og reyna að ná landi. Fám mínútnm síðar vorum við Kasim búnir aftur til ferðar. Eg hafði með már úr, kompás, vasahníf, blýant, pappírsblað, vasaklút, tvær smádósir méð niðursoðnu og 10 vindlinga. Kasim bar spaða, fötu og reipisstúf til brunn- graftar. í fötunni hafði hann nokkur brauðstykki, spikrófuna af kindinni og bita af lifruðu blóði. En til hvers var það? Við gátum engu rent niður, þvf tnunnur og kok var orðið eins þurt og hið ytra hörund. Þégc.r allar siímhimnur eru orðnar skorpnar og dofnar, finnur maður minna.til þorstans, en í hans stað er komið áleitið og hættulegt magnleysi. Kasim gleymdi húfunni sinni, og varð svo að hnýta vasaklútnum mínum um höfuð sér til þess að verjast sólarhitanum. Regar eg kvaddi Islam, var hann varla með fullu ráði; skipaði eg honum að hvíla s'g um stund, skilja svo alt eftir, verkfærin, uppritanirnar og peninga- forðann, um 5000 kr., og fylgja slóðinni og reyna að bjarga lífinu. Jolldas horfði á okkur spurnaraugum, en var kyr eftir hjá lestinni eft- ir vana. Logandi skriðljósið stóð eftir hjá úlf- öldunum, en birtan af því hvarf skjótt og kola- myrkur var um okkur á allar hliðar. Svo gengum við tvær stundir í austurátt. Rá vorum við orðnir uppgefnir, fleygðum okk- ur niður og lágum þangað til næturkælan vakti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.