Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Síða 43
LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN. 39 II. Sannleikurinn í þessum efnum, Rannsóknir vorar hafa leitt í ljós, að lífið eftir dauðann er miklu eðlilegra og skiljanlegra en flestar kenningar manna og skoðanir er að því lúta. Sannleikurinn er sá, að dauðinn gerir enga skyndilega breytingu á einum eða neinum. Menn líða ekki eins og reykur upp í einhverja himinhvelfingu handan við stjörnurnar um leið og þeir skilja við. Og menn eru hinir sömu eftir dauðann og þeir voru í lifandi lífi. Vits- munir þeirra eru hinir sömu, og sama er að segja um eðlisfar þeirra og tilfinningalíf. Og ástand þeirra eftir dauðann er árangurinn af hugrenningum þeirra og tilhneigingum hér í heimi. Menn hljóta hvorki neina umbun né refsingu eftir andlátið. Pað, sem fram við þá kemur hinumegin grafar, eru aðeins hinar ó- hjákvæmilegu afleiðingar af hugrenningum þeirra, orðum og athöfnum hér í heimi. Hver maður ræður því sjálfur, hvernig hann býr í haginn fyrir sig eftir dauðann. Vér verðum nú fyrst og fremst að átta oss á því mikilvæga atriði, að vér eigum ekkert kynjalíf í vændum eftir dauðann, heldur aðeins eðlilegt áframhald af þessu lífi, sem vér iifum hér. Og látnir vinir vorir eru ekki horfnir frá oss í raun og veru; þeir dvelja hjá oss að heita má öllum stundum. Aðskilnaðurinn er fólginn í því, að vér verðum þeirra ekki varir á með- an vér vökum. Vér höfum ekki mist þá, en að eins mist sjónar á þeim. En vér getum þó hæg- lega séð þá og talað við þá nú eins og á með- an þeir lifðu jarðnesku lífi. Og í rauninni hafa allir meiri og minni kynni af látnum ást- vinum sínum, þó þeir séu færri sem muna það. Menn geta að vísu Iært að flytja til með- vitund sína og festa hana, sem kallað er, í sálar- líkama sínum í vöku, en til þess þurfa menn að hafa tekið sérstökum sálarþroska og megin- þorri manna gerir það ekki á stuttum tíma. En á meðan jarðneski líkaminn sefur, starfa menn að meira eða minna Ieyti í sálarlíkamanum, og eru þá hjá hinum látnu ástvinum. Stundum rek- ur þá óljóst minni til þess, að þeir hafi hitt þessa vini sína, og segja þá að sig hafi dreymt þá. Hitt er þó miklu oftar, að þeir muna ekk- ert af því í vöku, sem þeir hafa heyrt og séð í sálarheimum, og hafa þar af leiðandi enga hugmynd um, að þeir hafi verið hjá hinum látnu vinum sínum. Rað er þó áreiðanlegt, að einlæg ást og vinátta nær út fyrir gröf og dauða. Og þá er menn losna úr viðjum jarðneska líkamans, hvort sem það er í svefni eða dauða, þá hverfa þeir þegar í stað til þeirra sem þeir elska eða hafa miklar mætur á. Svo þegar á alt er Iitið, kem- ur dauðinn aðeins því til leiðar, að þeir sem elskast, eru samvistum á nóttunni í sálarheim- um í stað þess að vera samvistum á daginn hér í heimi. Menn geta hugsað, talað, heyrt, séð og starf- að í öðrum heimi, hitt er annað mál, að þeir eru tilfölulega fáir, sem muna það í vöku sem fyrir þá hefur borið á öðru, tilverustigi. En hvort sem þú manst eftir því, að þú hafir fundið vin þinn f öðrum heimi eða ekki, þágeturþú ver- ið viss um, ef með ykkur hefur verið einlæg ást eða vinátta, að þá er hann í nánd við þig bæði daga og nætur. Eina breytingin sem á honum hefur orðið er sú, að hann hefur af- klæðst hinum jarðneska líkama. En hann er sami maðurinn eftir sem áður, nema hvað hann er nú frjálsari ferða sinna og getur á svipstundu farið hvert á land sem hann vill. En eins og áður er sagt, eru vitsmunir Iátinna manna og til- finningar í engu breyttar; þar af leiðandi elska þeir þá sem þeir hafa elskað. Vitsmunir manna og tilfinningalíf tilheyra ekki hinum jarðneska líkama sem lagstur er til hinnar hinstu hvíldar. Látinn maður hefur lagt af sér hinn ytri *og sýnilega búning, og lifir í öðrum Iíkama, en hann er eins fær um að hugsa og elska eins og áður. Eg veit að meginþorri manna á erfitt með að skoða nokkuð sem verulegt, ef þeir geta ekki séð það með sínum augum eigin. Og menn eiga yfirleitt erfitt með að gera sér glögga grein

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.