Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 26
20 MÝJAR KVÖLDVÖKUR klukkan sjö ckiu' Mona mjólkinni til þorpsins, í tvíhjóla kerru, sem er full af háum mjólkurbrúsum. Það er sunnudagsmorgunn í byrjun á- gústmánaðar 1914. Það er bjart sólskin og horfur á, að veðrið ætli að verða jafn fagurt og það hefur verið undanfarna daga. Þegar Mona ekur út frá bænum, heyrir hún bresti í púðurflugu, sem send er upp frá byggingunni, sem stendur við hliðina á björgunarbátastöðinni. Hún lítur út yfir hafið. Það er rólegt eins og sofandi barn, og ekkert skip er sýnilegt. Hvað skyldi þetta þýða? Hani galar heima á bænum, og hundur Robbies gelt- ir að fénu uppi í brekkunum. Býflugurn- ar suða í gula limgerðinu og lævirkjarn- ir syngja undir bláum himninum. Annars er vagnskröltið eina hljóðið, sem heyrist, og í vagninum stendur ung stúlka, frjáls eins og morguninn, innan um mjólkur- fötur sínar og brosir. Þegar hún kemur til Peel, sér hún menn í bláa einkennisbúningnum, sem borinn er af varasveitum sjóliðsins. Þeir hlaupa út úr húsum sínum og hrópa í flýti kveðjuorð til eiginkvenna og barna, og hraða sér síðan í átt til járnbrautar- stöðvarinnar, hlæjandi og kallandi. »Hvað er hér um að vera?« »Við erum að fara í stríð. Ferðbúnað- ur hefst í dag, og hér í Douglas, — við stærstu höfn eyjarinnar — liggja fjórir gufubátar, sem flytja mennina út á skip þeirra.« »Og móti hverjum förum við í stríð?« »Móti Þjóðverjum, auðvitað«. »Þjóðverjar hafa komið Belgíu að ó- vörum. Hin stóra óvættur hefur ráðist á lítið ríki, en nú eiga okkar menn að kenna þeim, hvernig þeir eiga að hegðá sér«. »Já, og það eftirminnilega«, segir Mona. Þeir munu dusta Þjóðverjana rækilega til og þá mun stríðinu fljótt verða lokið. Hún hefur ávalt hatað Þjóðverja, án þess að vita hvers vegna. Bara þeir fái nú þá útreið, sem þeir verðskulda. Þegar hún kemur aftur til Knockaloe, er Robbie í mikilli æsingu. »Þú hefur víst heyrt fréttirnar?« »Já, ég hef heyrt þær«. »Sjálfsagt kemur röðin að ykkur næst«. »Heldurðu að það sé mögulegt, Mona, að þeir kalli okkur?« Hin dökku augu Robbies leiftra. Hann rennir þeim yfir vellina umhverfis bæ- inn. Kitschenar hafa gefið út ávarp: »Kon- ungur þinn og land þitt þarfnast þín«. Það er fest upp á alla veggi og birt í blöðunum. Frá fjarlægustu hlutum eyj- arinnar þjóta ungir menn til þorpsins og bjóða föðurlandinu þjónustu sína. Mona og Robbie vinna að uppskerunni úti á akrinum. Mona getur ekki dulið eftirvænting sína og geðshræring. »ó, hví var ég ekki karlmaður?« »Mundirðu þá hafa farið með?« »Hvort ég hefði farið! Já, það máttu reiða þig á«, segir Mona og réttir úr sér. Kornið er skorið og bundið í vöndla. Það er aðeins eftir að stakka það. Rob- bie gengur til þorpsins um kvöldið. Mona og faðir hennar sitja inni. Gamli maður- inn er alvarlegur. Hann hugsar um Krímstríðið og afleiðingar þess. »Robbie er orðinn svo órór«, segir hann. »Það er ekkert furðulegt«, segir Mona. Allt í einu kemur Robbie hlaupandi inn til þeirra eins og stormbylur. »Ég hef gefið mig fram sem sjálf- boðaliða, pabbi, ég hef gefið mig fram sem sjálfboðaliða, Mona«. Mona leggur hendur um háls honum og kyssir hann. Gamli maðurinn er fá- máll og gengur stuttu síðar til rekkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.