Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1934, Blaðsíða 54
ÆFINTYRI 1. Sagan al Helga karlssyni og biskupsdútturinni Irá Hólum. [Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar og öðr- um heimildum]. Fyrir ævalöngu bjuggu karl og kerling á fjallajörð nokkurri á Austurlandi; áttu þau margt gangandi fjár. Sonu áttu þau fjóra, sem hétu Ásmundur, Sigmundur, Hallur og Helgi; var Helgi þeirra yngst- ur, en þó kominn til þroska, þegar saga þessi gerðist. Allir voru þeir karlssynir efnilegir menn, en hvernig sem á því stóð, var Helgi jafnan hafður út undan og látinn vinna mestu óþrifaverkin heima fyrir; gekk hann illa til fara og fékk aldrei að fara á mannfundi, en bræður hans bárust mikið á og höfðu sig hvarvetna í frammi. Svo var hagað fjár- geymslu á vetrum, að eldri bræðurnir þrír gengu á beitarhús til skiftis, en Helgi var látinn gera fjósverkin heima. Svo bar við einn dag á jólaföstu, að Ásmundur hafði gengið til beitarhúsa; kom hann ekki heim um kvöldið og þótti það undarlegt, því að veður var gott og maðurinn gagnkunnugur leiðum öllum. Var Ásmundar leitað af mörgum mönn- um, en hann fannst hvergi og varð að hætta leitinni við svo búið. Tók Sigmund- ur þá við fjárgeymslu á beitarhúsunum og bar ekki neitt á neinu fyrr en á þorra. Þá var það eitt kvöld, að Sigmundur kom ekki heim af húsunum; var hans leitað lengi árangurslaust og þótti hinn mesti skaði um þá bræður7 báða. Síðan tók Hallur við fjárgeymslu og leið svo til vors, að ekkert bar til tíðinda. Hugðu ýmsir, að óvættur nokkur mundi hafa grandað þeim bræðrum, Ásmundi og Sig- mundi, en þegar allt gekk klaklaust fyrirn Halli, vonuðu menn, að þeim ófögnuði væri af létt. Haustið eftir gekk Hallur á beitarhús- in sem áður og var hinn öruggasti um sig, enda var hann vel að manni og hafði öxi eina mikla að vopni. Leið svo fram á jólaföstu, en þá var það eitt kvöld, að Hallur kom ekki heim. Morguninn eftir fór Helgi bróðir hans að leita hans á- samt fleiri mönnum; fundu þeir Hall hvergi, en skammt frá beitarhúsunum sáu þeir traðk mikið og þar lá öxi Halls brotin af skafti. Karl og kerling voru úrvinda af sorg út af hvarfi sona sinna, og þegar Helgi var orðinn einn eftir, fóru þau að leggja meiri rækt við hann en áður hafði verið. Vildu þau fyrir hvern mun fá einhvern nýjan beitarhús- mann, en enginn fékkst til þess fyrir ótta sakir. Aftur á móti var Helgi fús til að ganga ábeitarhúsin; kvaðst hann ekki meta sitt líf meira en bræðra sinna, og þótti það drengilega mælt af svo ungum manni. Karl og kerling urðu að láta sér það lynda, þótt þeim væri það þvernauð- ugt. Fórst Helga fjárgeymslan vel úr hendi og leið svo fram um hríð. Helgi var maður hagur og- hafði það til gamans sér á daginn að tálga fugla- og dýramyndir úr ýsubeinum og birki. Sat hann þá jafnan undir steini miklum skammt frá beitarhúsunum og hafði jafnframt auga með fénu. Einn dag seint á þorra raðaði hann öllum smíðisgripun- um á stall í steininum, en hljóp svo frá snöggvast til þess að sækja nokkrar kindur, sem rásað höfðu of langt burtu. (Frh.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.