Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Salvólíó byrjaði nú sínar ofsóknir með því að draga af matarskammti mínum. Til allrar hamingju var ég fremur þurftarlít- ill. En þar eð skammturinn var stöðugt minnkaður, var ég farinn að finna til á- hrifa af þessari sveltu, þegar óvænt atvik kom fyrir, sem gerbreytti öllu lífi mínu og opnaði mér leið til frelsis og hefndar. Salvólíó stældi ekki hinar óbrotnu lífs- venjur og lifnaðarháttu húsbónda síns, og í fjarveru Kara var hann öðru hvoru van- ur að halda heilmikið svall upp á eigin spýtur. Hann lét þá sækja dansmeyjar til Dúrazzó til skemmtunar og bauð svo málsmetandi mönnum úr nágrenninu á þessar skemmtanir sínar, þar eð hann var algerlega einráður og aðal-höíðingi hall- arinnar í fjarveru Kara, og gat gert nærri því, hvað sem honum sjálfum þóknaðisi. Þessa umræddu nótt stóð hófið óvenju- lega lengi frameftir, því eftir því sem ég komst næst af afturbirtunni, sem var tekin að glóra lítið eitt í gluggann, hlaut klukkan að vera eitthvað um fjögur um morguninn, er hin þunga, stálslegna hurð var opnuð, og Salvólíó kom inn, allmjög ölvaður. Hann hafði með sér •—• að því er ég gat mér til — eina af þessum dans- meyjum, og átti hún auðsjáanlega því láni að fagna að fá að sjá það markverð- asta í höllinni. Hann stóð lengi í dyrunum og talaði slitrótt á máli, sem ég held hljóti að hafa verið tyrkneska, því ég náði í fáein orð. Hver svo sem stúlkan var, þá virtist hún vera hálfhrædd. Ég sá það á því, að hún hrökk við og stritaði á móti, þó hann héldi utan um herðarnar á henni og hálf- styddi sig við hana. Það var hræðsla og ótti í forvitnislegu augnaráði hennar, er hún leit á mig öðru hvoru, og í andliti hennar, sem hún sneri frá mér. Ég átti eftir að kynnast sögu hennar. Hún var ekki úr þeim hóp, sem Salvólíó sótti dans- meyjar sínar í öðruhvoru. Hún var dóttir tyrknesks kaupmanns frá Skútarí, er gerzt hafði kaþólskur. Faðir hennar hafði farið til Dúrazzó, meðan á fýrstu Balkanstyrjöldinni stóð, og þá hafði Salvólíó kynnzt stúlkunni, án þess foreldrar hennar vissu af því, og það hafði orðið einskonar daðurkenndur sam- dráttur á milli þeirra, er lauk þannig, að. hún hafði hlaupið á brott þennan sama dag og farið til þessa illræmda elskhuga síns í höll Kara. Ég segi yður frá þessu, þar eð þetta atriði hefir allmikil áhrif á örlög mín. Eins og ég sagði áðan, var stúlkan sýni- lega hrædd og leitaðist við að komast á. burt úr fangelsinu. Hún var sennilega smeyk bæð við hinn úfna fanga og við drukkna manninn við hliðina á sér. Hann gat samt ekki farið út aftur án þess að sýna henni fyrst dálítinn snefil af valdi sínu og yfirburðum. Hann kom slagandi í áttina til mín með langa hnífinn sinn í hendinni, albúinn til að ráðast á mig, og þeytti úr sér heilli runu af skömmum og illyrðum, sem ég var orðinn alveg til- finningalaus fyrir. Svo sveiflaði hann fætinum og spark- aði mig í síðuna, og ég hvorki reiddist né meiddist neitt verulega heldur. Salvólíó hafði svo oft áður farið svona með mig, og ég hafði lifað það af. í miðju kafi þessara viðburða varð mér litið aftur fyr- ir hann, og varð ég þá sjónarvottur að einkennilegum atburði. Unga stúlkan stóð í dyrunum og hörf- aði aftur á bak og horfði með hryggð og meðaumkun á mannskepnuna, sem Sal- vólíó fór svona hræðilega með. Allt L einu stóð við hliðina á henni hár Tyrki. Hann var gráskeggjaður og kuldalegur á svipinn. Hún leit við og sá hann og opn- aði munninn til að reka upp hljóð, en hann gaf henni merki um að þegja og benti út í myrkrið fyrir framan dyrnar. Án þess að segja orð smaug hún aftur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.